Hannes Boy á Siglufirði opnar á ný með breyttu sniði laugardaginn 6. júní næstkomandi.  Í sumar verður boðið uppá kúluís frá Kjörís, bananasplit, vöfflur, heitt súkkulaði, espresso kaffi og ýmislegt fleira.  Opnunartími verður frá 12:00-20:00 alla daga frá og með laugardeginum 6. júní.