Handverksmaður ársins var krýndur fyrsta dag Handverkshátíðar og var það Meiður trésmiðja sem hreppti hnossið 2019. Glæsilega muni úr tré má finna hjá Meiður sem allir eru sérlega vandaðir og mikið lagt í.

Ívaf var valinn nýliði ársins 2019 af dómnefnd enda með glæsilegar vörur til sýnis á Handverkshátíð 2019. Sérlega gaman er að sjá hve vandaðar vörurnar eru og hve mikið er lagt í hönnun þeirra.

Einnig var flottasti bás Handverkshátíðar 2019 valinn af dómnefnd en eftir vandað val og mikla vinnu varð Litla Sif fyrir valinu en básinn er sérlega skemmtilega fram settur og nýtur sín vel á sýningunni.

Valnefndin í ár var skipuð flottu fagfólki. Almari Alfreðssyni vöruhönnuði, Elínu Björgu útstillingahönnuði og eiganda Eftirtekt.is og Gunnhildi Helgadóttur myndlistamanni.

Myndir: Esveit.is

Ãvaf

Flottasti bás ársins 2019