Um síðastliðið vor voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð.  Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsinu í þrjú bil. Með þeim skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig þegar það hentar og eins þegar stór blakmót fara fram. Skiptitjöldin voru keypt frá Altis ehf. sem jafnframt sáu um uppsetningu á tjöldunum.

Samhliða þeirri framkvæmd var skipt um lýsingu í íþróttahúsunum í Fjallabyggð og sett upp stillanleg LED lýsing þar sem möguleiki er á að vera með mismunandi birtustig í bilum salarins. LED lýsing er hagkvæmari í rekstri þar sem orkunotkun er mun minni. Það var Ingvi Óskarsson sem setti upp lýsinguna.

Kostnaður við uppsetningu skiptitjalda og endurnýjun raflýsingar í bæði hús var um 20 milljónir króna.

Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar.

Myndir með frétt eru í eigu Fjallabyggðar.