Ekki er unnt að manna allar deildir hjá Leikskóla Fjallabyggðar með fagmenntuðum deildarstjórum á komandi skólaári vegna þess að við leikskólann starfa of fáir leikskólakennarar. Eftir að ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi um síðustu áramót gildir leyfisbréf kennara til kennslu á öllum skólastigum.
Áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfarið eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því.