Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að hækka orlofsprósentu unglinga í vinnuskóla Fjallabyggðar í 13,04% í samræmi við kjarasamning Einingar Iðju. Fram til þessa hefur orlofsprósentan  verið 10,17%.

Á hverju sumri eru fjölbreytt sumarstörf í boði hjá Fjallabyggð, og er núna hægt að sækja um störfin til 8. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar eru á vef Fjallabyggðar.