Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að hækka laun í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar fyrir sumarið 2019 til samanburðar við nágrannasveitarfélögin. Færri nemendur sóttu um í vinnuskólanum en reiknað hafði verið með og var því svigrúm til hækkanna.

Eftirfarandi er lagt til fyrir árið 2019 hvað varðar launataxta per klst:
8. bekkur 650 kr.
9. bekkur 750 kr.
10. bekkur 1.050 kr.