Eins og við greindum frá hér á vefnum í síðustu viku þá hafa íbúar við nýjan körfuboltavöll á grunnskólalóðinni á Siglufirði orðið fyrir ónæði vegna vallarins þar sem nærliggjandi hús liggja við hlið vallarsins. Unglingar eru í körfubolta fram eftir miðnætt og körfuboltar hafa verið að fara í rúður í nærliggjandi fjölbýli.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að hækka girðingu við völlinn og setja skilti með umgengnisreglum við völlinn.

Mynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon – Körfuboltavöllur í vinnslu í sumar.