Hægt er að ná þremur útvarpsstöðvum í Vaðlaheiðargöngum.  Þetta er Rás 1 á FM 94,5, Rás 2 á FM 99,5 og Bylgjan á FM 104,1. Þeir sem eru með snjalltæki tengd við bílaútvarpið geta hlustað á allar útvarpsstöðvar með öppum eins og Spilarinn, þar sem gott 4G samband er í göngunum.