Gunnar Birgisson orðinn sveitarstjóri í Skaftárhreppi

Gunnar Ingi Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur tekið við tímabundið sem sveitarstjóri hjá Skaftárhreppi. Gunnar mun starfa og sinna störfum sveitarstjóra frá febrúar til loka mars mánaðar. Sveitarstjórinn hefur verið í veikindaleyfi og hefur oddviti hreppsins sinnt málunum frá því í janúar, en eins og áður sagði þá tekur Gunnar Birgisson tímabundið við.