Grýtubakkahreppur byggir fjögur raðhús

Grýtubakkahreppur hefur samþykkt að byggja fjórar litlar raðhúsíbúðir.  Auglýst hefur verið eftir byggingaverktaka til að byggja leiguíbúðir á Grenivík. Miðað er við að byggja fjórar íbúðir, 2ja til 3ja herbergja í alútboði eftir forval. Sveitastjórn mun velja verktaka í lokað alútboð sem mun svo verða gefinn kostur að bjóða í verkið.