Grunnskóli Fjallabyggðar hefur fengið útlutað 1.000.000 kr. úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir verkefnið Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar. 

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 44 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 57 milljónir kr.

Áherslusvið styrkveitinganna nú eru á eflingu íslenskrar tungu, lærdómssamfélag og samvinnu milli skólastiga og færni til framtíðar. Alls bárust 100 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 219 milljónir kr.