Lið Grindavíkurbæjar gjörsigraði lið Skagafjarðar í kvöld í Útsvari með 110 stigum gegn 57. Grindvíkingar eru þar með komnir í þriðju umferð keppninnar og mæta að nýju til leiks í apríl. Liðið var yfir lengst af í kvöld og átti glæsilegan endasprett.