Almannavarnir afléttu síðdegis í dag hættu- og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á  Norðurlandi. Á Sauðárkróki hefur ekki fallið meiri snjór í áratugi og þar voru þrjú íbúðarhús rýmd í gær.

Það er gríðarlegt fannfergi á Sauðárkróki og hefur ekki fallið svo mikill snjór þar í áratugi. Það er því mikil vinna framundan við að moka götur og halda þeim færum. Mikill snjór safnaðist meðal annars um helgina á svokallaðar Nafarbrúnir ofan við byggðina nyrst í bænum og fór svo að snjóhengja féll um tvöleytið í gær á efsta húsið í Kambastíg.

Snjórinn ruddist inn í garð og braut þar tré, en ekki urðu aðrar skemmdir.Hins vegar mun almannavarnarnefnd Skagafjarðar áfram fylgjast vel með snjólögum enda hefur hætta skapast á á fleiri svæðum.

Heimild: rúv.is