Greta Salóme og Alexander Rybak verða í Hofi á Akureyri, föstudaginn 17. mars en þau halda tvenna tónleika, uppselt er á þá fyrri. Þau verða ásamt rokkbandi, dönsurum og strengjasveit. Stórkostleg tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna. Í boði er 40% afsláttur af miðaverði fyrir 12 ára og yngri en miðinn kostar kr. 6990.