Meistaraflokkur Tindastóls tekur þátt í hinu árlega Greifamóti á Akureyri um helgina. Mótherjar þeirra  eru 1. deildarlið ÍA, Hattar auk gestgjafanna í Þór.

Mótið hefst á föstudag kl. 18 með leik Þórs og Tindastóls og á laugardag spila Stólarnir við ÍA kl. 11 og Hött kl. 16.

Leikið verður í Síðuskóla og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að skella sér norður og kíkja á leikina en frítt er inn á alla leiki mótsins.