Einn af viðburðum dagsins á vegum Síldarævintýris á Siglufirði var götugrill í skreyttum hverfum bæjarins, en íbúar skreyttu hverfin eftir litunum, gulur, rauður, grænn og blár, og var þátttakan mjög góð og mikill metnaður í skreytingum hjá fólki. Um kl. 18:00 var svo grillað á áður auglýstum stöðum þar sem íbúar og gestir komu saman og fengu sér pylsu og drykki.