Gömul íþróttaáhöld frá Siglufirði enda á sýningu í Pálshúsi

Loksins er búið að endurnýja gömul íþróttaáhöld úr íþróttasal Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.  Flest áhöldin voru frá árunum 1950-1960 sem nú er búið að afleggja.  Áhöldin fá nú nýtt hlutverk sem sýningargripir í Pálshúsi í Ólafsfirði. Eftir að sýningu lýkur munu þau verða varðveitt í geymslu þar til framtíðarstaður er fundinn.