Golfvertíðin hafin í Ólafsfirði

Það má segja að golfvertíðin sé hafin í Ólafsfirði. Golfklúbbur Fjallabyggðar hefur þegar haldið eitt mót, slegið grasið og á dagskránni eru 18 mót í sumar. Miðvikudagsmótaröðin hefst 7. júní og verður reglulega í sumar. Þann 9. júní verður svo golfmótið Sjóarasveifla og er það 18 holu mót þar sem ræst verður frá öllum teigum kl. 17:00 og hafa þegar 8 manns skráð sig til leiks. Mótið er punktakeppni með forgjöf.

Barna- og unglingastarf GFB hefst 8. júní, og í sumar verður einnig námskeið fyrir fullorðna.