Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita Golfklúbbi Siglufjarðar styrk vegna 50 ára afmælis klúbbsins. Alls mun Fjallabyggð styrkja klúbbinn um 220.000 kr. sem ætlað er að mæta kostnaði vegna fyrirhugaðs námskeiðs klúbbsins fyrir börn og unglinga og minjagripa.