Golfklúbbur Siglufjarðar stendur fyrir golfnámskeiði núna í júní fyrir börn og unglinga og einnig konukvöld fyrir byrjendur. Núna er rétti tíminn til að senda börnin á golfnámskeið svo allir geti tekið þátt í þessu frábæra fjölskyldusporti.
Golfkennari er Jóhann Már Sigurbjörnsson og hefur hann lokið PGA leiðbeinendanámskeiði á Íslandi.
Golfkennsla
Golfkennsla fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu
Kylfur, kúlur og fleira á staðnum.
Kennsla fer fram suðrá hóli á neðra svæðinu.
Unglingar og krakkar
4000 krónur fyrir 6 skipti.
18 júní – 19 júní og 20 júní
24 júní – 25 júní og 27 júní
1 til 5 bekkur = Kl.15:15 til 16:30
6 til 10 bekkur = Kl. 16:30 til 17:45
Konukvöld fyrir byrjendur
6 skipta námskeið, frá kl.18:30 til 19:45 og þessar dagsetningar.
18 júní – 20 júní og 21 júní
24 júní – 25 júní og 27 júní
15.000 krónur.
Þarf að ráðast á þátttöku hvort það þurfi að skipta upp námskeiðinu.
Stakur klukkutími fyrir einstakling : 5000 kr.
Hjóna/paratími klukkutími : 6000 kr.
Tímapantanir í síma 848-6997 eða e-mail joigolf22@hotmail.com
Ef þið eruð að panta á unglinga eða krakkanámskeið að skrifa nafn og kennitölu barns.