Thomas Olsen golfkennari mun bjóða upp á kennslu fyrir einstaklinga sem hópa í sumar á Sauðárkróki. Verð fyrir hvern einkatíma er 3000 krónur, en einnig er hægt að kaupa fleiri tíma með afslætti.
Byrjendanámskeið hefst þriðjudaginn 5. júní kl. 20. Um hópkennslu er að ræða, þar sem farið verður yfir helstu atriðin í golfíþróttinni. Byrjendanámskeið er nauðsynlegur undanfari þess að spila golf á vellinum, enda er þar einnig farið yfir reglur og umgengni um völlinn. Verð fyrir byrjendanámskeið er 6000 krónur og er gert ráð fyrir að námskeiðið sé í heild 10 klukkustundir og skiptist á nokkra daga.
Þá verður boðið upp á þá nýbreytni í sumar að bjóða upp á stutt hópanámskeið í einstökum þáttum s.s. púttum, að slá upp úr glompu o.s. frv. Námskeiðin verða auglýst betur síðar, en þau eru ætluð þeim sem eru komin nokkuð á veg í íþróttinni.
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Thomas í síma 691 5075 eða senda fyrirspurnir í netfangið unnar.ingvarsson@gmail.com