Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur sett gjaldskrá á allar skíðagöngubrautir á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar frá og með 1. janúar 2020. Hægt er að fá árskort á tilboði út árið á 7000 kr. en eftir áramót kostar árskortið  10.000 kr. fyrir skíðagöngufólk. Daggjald verður 700 kr. frá áramótum.

Nokkra reglur hafa verið settar varðandi skíðagöngubrautir félagsins, en ekki skal vera fótgangandi á brautunum. Víkja skal til hægri. Þá eru hundar og snjósleðar bannaðir á skíðagöngubrautum Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Mynd frá Skíðafélag Ólafsfjarðar.