Gistinætur á hótelum á Norðurlandi í mars síðastliðnum voru 10.139 sem er fækkun um 54% frá sama mánuði árið áður. Í mars árið 2019 voru keyptar gistinætur á Norðurlandi 22.079, svo um töluverðan samdrátt er að ræða. Herbergjanýting hótela á Norðurlandi í mars síðastliðnum var aðeins 17,0%, en var 37,8% í mars 2019. Aðeins einn landshluti var með lægri nýtingarhlutfall á hótelherbergjum, en það var Austurland, en þar var aðeins 15,3% nýting í mars síðastliðnum.
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands.