Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur afhent sjúkradeild Hornbrekku að gjöf súrefnisdælur, eða súrefnisvélar. Eru þetta tæki sem létta undir þegar sjúklingar þurfa að fá auka súrefni.
Þannig tæki eru til á Hornbrekku en eru komin til ára sinna og upp gæti komið sú staða að fleiri vélar þyrftu að vera til staðar. Súrefnisvélar eru tæki sem eru uppseld úti hinum stóra heimi, en félaginu tókst að panta tvær vélar, og var aðeins tveggja vikna bið að fá þær afhentar.

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar varð 65 ára gamall í síðustu viku og að því tilefni er gjöfin í minningu látinna félaga, sporgöngumannanna.

Það er Rótarýdagsnefnd klúbbsins sem hefur frumkvæði að veitingu samfélagsstyrkja eða gjafa og gerir tillögur um það til klúbbfunda. Að jafnaði eru slíkir styrkir veittir einu sinni á ári, á Rótarýdaginn og hefur klúbburinn komið að fjölmörgum samfélagsverkefnum í gegnum árin.

Mynd frá Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar.

Mynd frá Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar.

Mynd frá Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar.

Mynd frá Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar.