Gáfu 40 Brennu-Njálssögur til MTR

Bókasafn Grindavíkur hefur gefið Menntaskólanum á Tröllaskaga 40 eintök af Brennu-Njálssögu. Forstöðumaður safnsins í Grindavík er Andrea Ævarsdóttir og kemur hún frá Ólafsfirði. Bækurnar  voru upphaflega keyptar fyrir Grunnskólann í Grindavík en voru aldrei notaðar þar. Bækurnar eru mjög vel með farnar og lítið notaðar og hafa nemendur í MTR fengið eintak, en Brennu-Njálssaga er kennd í áfanganum ÍSLE3FO05 í menntaskólanum.