Fyrsti danstíminn í Fjallabyggð fór vel af stað

Um 50 manns voru mættir í fyrsta dansnámskeiðið sem Fjallabyggð býður nú uppá.  Dalvíkingum var einnig boðin þátttaka, en alls verða þetta sex skipti sem íbúar geta mætt á.  Lögð er áhersla á samkvæmisdansa og danskennari er Ingunn Hallgrímsdóttir.  Dansnámskeiðið verður næstu fimm sunnudagskvöld í menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 20.00.