Theo Furness skoraði þrennu fyrir Tindastól gegn BÍ um s.l. helgi. Óhætt er að segja að það sé ekki algengt hjá Tindastólsmönnum að skora þrennur. Nokkrir leikmenn hafa skorað þrennur í þriðju og annari deild með Tindastól en Theo er fyrsti Tindastólsmaðurinn til að skora þrennu í 1. deildinni síðan Guðbrandur skoraði þrjú árið 1991.
Guðbrandur skoraði þá þrennu gegn Grindvíkingum í 4-3 sigri á Sauðárkróksvelli þann 19. júlí 1991.
En sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í leik fyrir Tindastól í 1.deild var Eyjólfur Sverrisson sem skoraði fjögur mörk gegn ÍBV árið 1989. Tindastóll vann þann leik 7-2. Eyjólfur endaði það tímabil sem markakóngur 1.deildar með 14.mörk.