Staðfest hefur verið að eitt smit sé nú á Norðurlandi eystra með Covid19 veirunni. Alls eru 30 í sóttkví á Norðurlandi. Innanlandssmitin eru nú rúmlega 45% af 171 smiti sem staðfest hafa verið. Nánari upplýsingar má finna á síðunni covid.is.