Fyrirlestur um tölvunotkun barna verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, þriðjudaginn 4. desember kl. 18:00. Fyrirlesturinn er í boði Grunnskóla Fjallabyggðar og Foreldrafélags Grunnskólans.

Bergmann Guðmundsson, kennari fjallar um tölvunotkun barna og unglinga og hættur í netheimum. Farið verður yfir ýmsa hluti sem valdið geta skaða á netinu og leiðir til að bregðast við þeim, eins og tölvuleiki, samskiptaforrit og tölvunotkun barna og unglinga. Fyrirlesturinn er með opnum hætti og leitast við að skapa umræður um þá hluti sem hvíla á fundargestum.

Foreldrar og aðstandendur eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.