Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Skagfirskan mat ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla á eldra stig og Ársali eldra stig en Videosport ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla yngra stig og Ársali yngra stig. Fyrirkomulag þetta gildir til 31. maí 2013 hvað grunnskólann varðar en til 12. júlí 2013 vegna leikskólans. Jafnframt er samþykkt að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag liggi fyrir í lok apríl 2013.