Fyrirhugaðar lokanir vegna veðurs 24.2 2017

Samkvæmt veðurspá kl. 18:00 í dag má búast við að færð spillist mjög víða á morgun föstudaginn 24. febrúar og ekkert ferðaveður verði á landinu, því má búast við eftirfarandi lokunum á vegum.

09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.

11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

12:00 – 17:00 Reykjanesbraut.

12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall.

15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku.

16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð.

Texti: vegagerðin.is