Fundir um Arctic Coastline Route

Þriðjudaginn 28. febrúar er boðið til kynningarfundar um ferðamannaveginn “Arctic Coastline Route”. Fundarstaðir eru: Skagaströnd kl. 13:00-14:30 Kaupfélagshúsið og Hvammstangi kl. 16:30-18:00 Selasetrið.

Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn!

Ferðamannavegurinn liggur að mestu meðfram standlengju Norðurlands og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands.  Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref.  Tækifæri gefst til umræðna og áhrifa á verkefnið og er m.a. leitað hugmynda á endanlegt nafn leiðarinnar.

Verkefnastjóri Arctic Coastline Route er Christiane Stadler; Dipl. Landfræðingur

Fundurinn fer fram á ensku.