Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í Fjallabyggð

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru á vettvang föstudaginn 28. ágúst síðastliðinn til að meta aðstæður í kjölfar vatnsflóðs í Hvanneyrará og aurskriðu í suðurbæ Siglufjarðar.  Vatnsflóðið í Hvanneyrará olli skemmdum á fasteignum þegar áin flæddi yfir bakka sína.  Ekki liggur fyrir hvort beint tjón hafi orðið á fasteignum af völdum aurskriðu. Viðlagatrygging Íslands vátryggir gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: Continue reading