Frítt á völlinn hjá Tindastóli

Á laugardaginn verður mikil skemmtun á Sauðárkróksvelli þegar karlalið Tindastóls spilar sinn síðasta leik í sumar og tekur á móti liði Aftureldingar í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 og er frítt á völlinn. Tindastóll þarf nauðsynlega að vinna leikinn til að tryggja sitt sæti í deildinni.