Hvatningarverðlaun SSNV – atvinnuþróunar árið 2012 til sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd

Sjávarlíftæknisetrið BioPol

Fyrirtækið var stofnað árið 2007 af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að koma á fót þekkingarsetri þar sem rannsóknir á lífríki hafsins og hagnýting staðbundinna auðlinda úr Húnaflóa væru í forgrunni. Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nokkra sérstöðu með rannsóknarverkefnum, m.a á útbreiðslu grásleppu hér við land, hagnýtingu svifþörunga til eldsneytisframleiðslu, kortlagningu og lífríkisrannsóknum á ræktunarstöðum fyrir krækling og nýtingu ígulkera til manneldis, svo eitthvað sé nefnt.

Stefna fyrirtækisins er að BioPol muni á næstu  árum ná að byggja upp nauðsynlega færni til þess að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði sjávarlíftækni. Þess er  vænst að rannsóknarniðurstöður fyrirtækisins „leiti út á markað“  sem í framhaldinu leiði til stofnunar sprotafyrirtæki sem hefji framleiðslu á vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þá er þess vænst að setrið stuðli að eflingu samkeppnishæfni Íslands varðandi nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi.

Árið 2010 tók fyrirtækið í notkun nýja og vel útbúna rannsóknastofu þar sem hægt er að vinna flestar þær rannsóknir sem í gangi eru. Hjá fyrirtækinu starfa nú níu manns, flestir háskólamenntaðir, í margvíslegum sjávarrannsóknum.

Verðlaunagripurinn.

Hefð er fyrir því að verðlaunagripurinn fyrir hvatningaverðlaunin sé unninn af listamanni á svæðinu. Að þessu sinni er það Erlendur F. Magnússon, listamaður á Blönduósi, sem hannar og smíðar gripinn. Erlendur er lærður húsasmiður en var einnig við nám í Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Hann sinnti kennslu um árabil og var frumkvöðull að skákkennslu í grunnskólum.

Frá árinu 1984 hefur Erlendur unnið við fjölbreytt hönnunar-, útskurðar- og sérsmíðaverkefni á eigin verkstæði og við hönnun og byggingu húsa víða um land. Helstu verkefni hans eru: Safnahús, hótel og fl. við Geysi í Haukadal, Fjörukráin í Hafnarfirði, Eden í Hveragerði, Ásgarður við Hvolsvöll og Ingólfsskáli í Ölfusi. Þá hefur hann unnið við endurbætur gamalla húsa og fundið þeim nýtt hlutverk til framtíðar.

Jólamarkaður Blönduósi

Markaður verður í íþróttahúsinu (gengið inn Samkaupsmeginn) á Blönduósi laugardaginn 8. desember frá kl. 13:00-16:00. Allt mögulegt verður á boðstólnum, notað, nýtt og húnvetnskt handverk. Um 20 söluaðilar hafa boðað komu sína.

Allur ágóði af borðaleigu rennuróskiptur til ADHD samtakana og einnig verður hægt að kaupa jólakort og endurskinsmerki til styrktar samtökunum.

Úrslit tilkynnt í Fugl fyrir milljón

Laugardaginn 8. desember næstkomandi, klukkan 14:00, verða úrslit kynnt í ljósmyndakeppninni Fugl fyrir milljón 2012, í húsakynnum Rauðku á Siglufirði í Fjallabyggð. Þrír ljósmyndarar munu hljóta viðurkenningar fyrir myndir sínar.

Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Auk viðurkenninga fyrir myndirnar í 2. og 3. sæti, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé.

Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands.Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Keppnin var nú haldin í annað sinn og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.

Það eru Brimnes hótel í Ólafsfirði og Rauðka á Siglufirði sem standa að keppninni.

Með bestu kveðju,

Axel Pétur Ásgeirsson

www.fuglfyrirmilljon.com

Dagskrá 1. desember á Sauðárkróki

Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 1. desember 2012 þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30.

 • Skólakór Árskóla syngur jólalög undir stjórn Írisar Baldvinsdóttur. Rögnvaldur Valbergsson annast undirleik.
 • Hátíðarávarp sveitarstjóra Skagafjarðar, Ástu Bjargar Pálmadóttur.
 • Hó, hó, hó! Jólasveinar koma í heimsókn og hafa eflaust eitthvað í pokahorninu.
 • Dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög.

Jólatréð er gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Aðventustemning í Gamla bænum og nágrenni laugardaginn 1. desember 2012

 • Opin vinnustofa í Gúttó frá kl. 13-16. Kaffi á könnunni og list til sölu.
 • Opið hús í Maddömukoti frá kl. 14-17. Maddömurnar bjóða upp á kjötsúpu að hætti hússins og handverk til sölu.
 • Jólabasar, kaffi, heitt súkkulaði og rjómavöfflur í húsi Rauða krossins frá kl. 14-17. Kvenfélag Sauðárkróks býður alla velkomna.
 • Landsbankinn, aðventustemning frá kl. 14:30-16. Heitt skátakakó og ljúffengar piparkökur í boði.
 • Minjahúsið verður opið frá kl. 13-16. Nemendur 10. bekkjar Varmahlíðarskóla selja ýmsar nauðsynjar eins og jólakort og lakkrís til styrktar vorferðalagi sínu til Danmerkur.
 • Jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna í Sauðárkróksbakaríi. Opið til kl. 17.
 • Táin og Strata. Ýmis tilboð. Heitt á könnunni. Opið frá kl. 12-16.
 • Blóma- og gjafabúðin býður upp á kaffi, kakó og piparkökur. Opið frá kl. 10-17.
 • Hard Wok Café. Naglasúpubar (humar og kjúklinga), heimalagað heilsubrauð og viðbit, rjúkandi kaffi og konfekt. Opið frá kl. 12-21:30.
 • Móðins, hársnyrtistofa. Heitt kakó, kaffi og piparkökur. Lófalestur og lesið í bolla. Opið frá kl. 14-17:30.
 • Fjölskylduvænt pizzahlaðborð á Ólafshúsi frá kl. 12-18.
 • Barnabókakynning Forlagsins í Safnaðarheimilinu frá kl. 14-17. Barnabókagetraun og heppnir þátttakendur fá bók að gjöf.
 • Jólamarkaður í Safnahúsinu frá kl. 12-18
 • Verslun Haraldar Júlíussonar opin frá kl. 10-14.
 • Tískuhúsið, full búð af nýjum vörum. Opið frá kl. 11-16.
 • Skagfirðingabúð, ýmis tilboð. Opið frá kl. 10-16. Verið velkomin.
 • Jólaljós tendruð á jólatré kl. 15:30 á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Skólakór Árskóla syngur, ávarp sveitarstjóra og jólasveinar mæta með góða skapið og eitthvað í poka.
 • Að lokinni tendrun jólaljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi býður Hótel Tindastóll upp á kakó, piparkökur og spjall í Jarlsstofunni.

Aðalgötu verður lokað fyrir bílaumferð frá Kambastíg og að Skagfirðingabraut við Skólastíg frá kl. 14-17.

Vefmyndavélar frá jólatrénu á Sauðárkróki

Búið er að setja upp vefmyndavélar við Kirkjutorg á Sauðárkróki þannig að brottfluttum Skagfirðingum og öðrum sem ekki eiga heimangengt gefst kostur á að fylgjast með tendrun jólaljósa á jólatrénu kl. 15:30 í dag , 1. desember.

Myndir frá vefmyndavélum í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna hér.

Minnt er á dagskrána í kringum tendrun ljósa á jólatrénu en hana má finna hér.

Bæjar- og menningarvefur