Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar og innritun

Tónlistarskóli Skagafjarðar býður til tónleikaveislu í Sæluvikunni, þar sem nemendur koma fram á öllum aldri  í stórum sem smáum hópum á eftirtöldum stöðum:

 

 Á Sauðárkróki:

 

 • Sunnudaginn 6. maí
 • Tónlistarskólinn kl.14:00
 • Frímúrarasalurinn kl.15:30  og  kl.17:00 (Lengra komnir nemendur)
 • Mánudaginn 7. maí. Tónlistarskólinn kl.17:00

Innritun fyrir næsta skólaár hófst 1. maí og stendur til 18. maí

Hægt er að skrá í gegnum íbúagátt sveitafélagsins eða  fá umsóknareyðublöð í tónlistarskólunum. Frekari upplýsinga veitir skólastjóri í síma 453-5790.

Ljósmyndavefur Skagfirðinga hefur opnað

Nú hefur Ljósmyndavefur Skagfirðinga opnað. Ríflega 10.000 myndir eru þar frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

Á vefnum er hægt að leita í þremur söfnum sem þar eru varðveitt. Safni Héraðssskjalasafns Skagfirðinga, safni Söguseturs íslenska hestsins og safni Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Hægt er að fara inn á vefinn á þessari slóð

www.skagafjordur.is/myndir

Góða skemmtun.

Sauðárkrókur.is

Tónleikar í Blönduóskirkju á laugardaginn

Vörðukórinn heldur tónleika í Blönduóskirkju klukkan 17, laugardaginn 5. maí næstkomandi. Vorið og vorkoman er að þessu sinni viðfangsefni Vörðukórsins. Fjölbreytt tónlist, íslensk og erlend.

Vörðukórinn er skipaður söngfólki af Suðurlandi, aðallega úr uppsveitum Árnessýslu. Kórinn hefur starfað af krafti frá stofnun árið 1995 og hefur gegnum árin flutt fjölbreytta tónlist við ýmis tækifæri.

Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.

Kormákur/Hvöt áfram í bikarkeppni KSÍ

Þann 1. maí léku Kormákur/Hvöt gegn Hömrunum á Hvammstangavelli. Þetta var fyrsti leikur þessa sumarsins og var hann í forkeppni bikarkeppni KSÍ.

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar fengu mörg marktækifæri og voru lokatölur 1-0 Kormáki/Hvöt í vil. Það var hann Sveinbjörn Guðlaugsson sem skoraði á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Herði Gylfasyni. Lið Kormáks/Hvatar leikur ekki í deildakeppni í ár, en tekur þátt í bikarkeppninni.

Lið Kormáks/Hvatar er því komið í gegnum forkeppni bikarkeppni KSÍ og er næsti leikur við Magna frá Grenivík. Sá leikur fer fram á Grenivíkurvelli sunnudaginn 6. maí n.k. kl. 14:00.

Uppskeruhátíð yngri flokka í körfuboltadeild Tindastóls

Unglingaráð Tindastóls heldur uppskeruhátíð fyrir yngri flokkana í körfubolta í íþróttahúsinu þriðjudaginn 8. maí, kl. 16-18.

Á uppskeruhátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir tímabilið í þeim flokkum sem tóku þátt í Íslandsmóti en yngri iðkendur fá sérstakar þátttökuviðurkenningar.

Eitthvað verður gómsætt af grillinu og hvetur unglingaráð alla iðkendur og foreldra til að fjölmenna í íþróttahúsið á Sauðárkróki.

Sæluviku líkur á sunnudaginn

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, var sett sl. sunnudaginn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem jafnframt fór fram glæsileg atvinnulífssýning. Stendur Sæluvikan til sunnudagsins 6. maí.

Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins en upphaf hennar má rekja til ársins 1874 þegar svokallaðir sýslufundir hófust en skemmtanir voru jafnan haldnir í tengslum við þessa fundi og tóku þær smám saman á sig þá mynd sem Sæluvikan er í dag.

Í Sæluviku 2012 er að finna fjölmarga lista- og menningarviðburði, s.s. tónlistarveislur, myndlistasýningar, galakvöld, útgáfutónleika, kirkjukvöld, ljósmyndasýningar, leiksýningar, körfuboltamót, hestasýningar og fjölmargt fleira. Sælan hófst reyndar þegar sl. miðvikudag en í svokallaðri Forsælu, dagana í aðdraganda Sæluviku, er jafnan mikið um að vera í menningarlífinu í Skagafirði.

Nokkrir menningarviðburðir verða í Skagafirði næstu daga.  Má þar nefna Sönglög í Sæluviku – sönglagahátíð í Menningarhúsinu Miðgarði, málverkasýningu Tolla og Sossu, sýningu Leikfélags Sauðárkróks á verkinu Tveir tvöfaldir, tónleika Draumaradda norðursins, opnun ljósmyndavefs Skagafjarðar, tónleika með Multi Musica hópnum þar sem flutt verða lög þekktra söngkvenna frá seinni heimsstyrjöldinni, kóramót í Miðgarði, listasmiðju í Litla-skógi og fjölmargt fleira.

Allir, ungir sem aldnir, eiga því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Sæluviku Skagfirðinga. Nánari upplýsingar um alla viðburðina má finna á www.saeluvika.is

Nubo fær Grímsstaði á fjöllum á leigu

Huang Nubo fær Grímstaði á Fjöllum á leigu til 40 ára samkvæmt samningi sem lagður verður fyrir ríkisstjórn á morgun. Sveitarfélög á Norður og austurlandi kaupa jörðina. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Atvinnuþróunarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hafa skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög á Norður- og Austurlandi geti eignast land á Grímsstöðum á Fjöllum, í því skyni að leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo.

Í frétt RÚV kom fram að það sé lagt til að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70 prósenta hlut jarðarinnar. Lagt er til að íslenskt félag Huang Nubos leigi landið til 40 ára og greiði leigufé fyrirfram. Kaup sveitarfélaganna á landinu verði þannig fjármögnuð með fyrirframgreiddri leigu. Ekki er gert ráð fyrir skuldsetningu sveitarfélaganna vegna þessa.

Heimild: mbl.is

Öldungamótinu í blaki á Tröllaskaga er lokið

37. Öldungamóti BLÍ var slitið á Dalvík á mánudag eftir þriggja daga keppni. Alls voru 424 leikir spilaðir á 9 völlum á Dalvík, Ólafsfirði og á Siglufirði. HK heldur keppnina að ári í Kórnum í Kópavogi.

Það var margt um manninn norðan heiða um liðna helgi þegar Öldungamót BLÍ fór fram á Tröllaskaganum. Í kvennaflokki var spilað í 13 deildum og í karlaflokki 6 deildum, þar af í einni Ljúflingadeild (50 ára og eldri). Öðlingalið (40 ára og eldri) spiluðu inni í deildum en var veitt sérstök verðlaun til meistara í þeim flokki.

Deildakeppnin var hörð milli liðanna og litu óvænt úrslit dagsins ljós eins og svo oft áður. Í efstu deild karla varði lið Massablak titil sinn frá því í fyrra og í kvennaflokki vann HK Utd.1 sinn fyrsta titil í efstu deild en liðið vann lið HK í úrslitaleik um titilinn 2-1.

Eitt lið fellur úr 1. deildinni og deildarmeistarar 2. deildar fara upp. Á milli annarra deilda í mótinu falla tvö lið og tvö lið fara upp.

Deildameistarar í Öldungamóti BLÍ – Trölli 2012 voru:
1. deild karla:  Massablak
1. deild kvenna: HK Utd.1
2. deild karla: Snörtur
2. deild kvenna: Stjarnan A
3. deild karla: Höttur
3. deild kvenna: Bresi A
4. deild karla: Steinunn Gamla
4. deild kvenna: Stjarnan B
5. deild karla: Fylkir/Verkís
5. deild kvenna: Skellur
6. deild karla eru Ljúflingameistarar: Óðinn/Skautar
6. deild kvenna: ÍK B
7. deild kvenna: Þróttur R 2
8. deild kvenna: HK Wunderblak A
9. deild kvenna: Rimar B
10. deild kvenna: Skutlur A
11. deild kvenna: Laugdælur 2
12. deild kvenna: Súlur 3
13. deild kvenna: Krækjur C
Öðlingameistarar kvenna: KA-Freyjur C
Öðlingameistarar karla: ÍBV

Öll úrslit í mótinu má finna á mótavefnum www.blak.is

Á lokahófi mótsins, sem haldið var á Siglufirði á mánudagskvöld var tilkynnt um að HK yrði mótshaldari fyrir árið 2013. Öldungamót BLÍ verður því haldið í Kórnum í Kópavogi, sbr. umsókn félagsins sem má finna á heimasíðu Trölla2012 (sjá hlekk hér hægra megin efst). Þar má einnig finna myndir frá mótinu og fleira skemmtilegt.

Sumarstarfsmaður óskast á Hafíssetrið

Blönduósbær óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í starf við Hafíssetrið frá 1. júní til 31.
ágúst 2012. Um er að ræða vinnu á opnunartímum Hafíssetursins, frá kl. 11 – 17 alla daga
og aðra hverja helgi.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katharina A. Schneider, forstöðumaður Hafíssetursins í
síma 8999271.

Óskað er eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð Kvennaskólans á Blönduósi

Stoð, verkfræðistofa, f.h. Byggðasamlag um atvinnu og menningarmál í A-Húnavatnssýslu
óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð Kvennaskólans á Blönduósi.

Helstu magntölur eru:

1.1.    Gröftur á burðarhæfu efni, endurnýtt í fyllingu           750 mᶟ
1.2.    Gröftur á óburðarhæfu efni, flutt á losunarstað       1.325 mᶟ
1.3.    Fylling með burðarhæfu efni úr námu                             590 mᶟ

Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar. Tilboðum skal skila þann 7. maí
2012 kl. 13:00 á bæjarskrifstofunni á Blönduósi og verða opnuð að viðstöddum þeim sem
þess óska.

Verkefnastyrkir frá Menningarráði Norðurlands vestra

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði verkefnastyrkjum í apríl til 68 aðila, alls að upphæð 23.900.000 kr. Umsóknarfrestur fyrir árið 2012 rann út 15. mars. Alls bárust 108 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 66 milljónum króna.

 

Þeir sem hluti styrki voru:

 

1.500.000 kr.

 • Byggðasaga Skagafjarðar – Byggðasaga Skagafjarðar 7. bindi

 

1.200.000 kr.          

 • Þjóðleikur á Norðurlandi vestra – Þjóðleikur – leiklistarhátíð ungs fólks

 

1.000.000 kr.

 • Söfn og setur á Norðurlandi vestra – Söguleg safnahelgi 2012
 • Akrahreppur – Akrahreppur við upphaf nýrrar aldar – heimildarmynd
 • Lafleur útgáfan – Sundið – heimildarmynd
 • Laxasetur Íslands – Hönnun og uppsetning sýningar

 

900.000 kr.  

 • Fornleifadeild BSK og Byggðasaga Skagafjarðar. Tvö verkefni: Málmey – rannsókn á byggðaleifum og  Gagnagrunnur um eyðibyggð í Skagafirði.
 • Leikfélag Sauðárkróks. Þrjú verkefni: Gamanleikritið Tveir tvöfaldir, Barnaleikrit og Ritun leikverks fyrir Sæluviku 2013

 

600.000 kr.

 • Eldur í Húnaþingi – Eldur í Húnaþingi 2012
 • Raggmann ehf. – Tónlistarhátíðin Gæran 2012
 • Grettistak ses. Tvö verkefni: Grettishátíð 2012 og Barn i Vikingtid – norrænt samstarf um sameiginlegan menningararf.

 

500.000 kr.  

 • Selasetur Íslands – Samstarf Selaseturs Íslands og Hvalasafnsins á Húsavík
 • Blöndubyggð ehf – Eyvindarhellir – sögumiðlun og leiksýning
 • Karlakórinn Heimir og sms film ehf „Bestir í Heimi“ – Karlakórinn Heimir 85 ára – heimildarmynd.
 • Menningarhúsið Miðgarður – Skagfirskir tónar í Menningarhúsinu Miðgarði
 • Nes listamiðstöð – Dvalar- og verkefnisstyrkir

 

400.000 kr.  

 • Leikfélag Hofsóss – Enginn með Steindóri – leiksýning
 • Guðbrandsstofnun á Hólum – Sumartónleikar á Hólum 2012
 • Karlakórinn Heimir – Tónleikaröð 2012 og Þrettándatónleikar 2013
 • Ólafur Þ. Hallgrímsson. Tvö verkefni: Útgáfa smásagnasafns Guðmundar L. Friðfinnssonar  og  Vorvaka í Húnaveri.

 

350.000 kr.

 • Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps – Hlíðhreppingar – Ábúendatal Bólstaðarhlíðarhrepps

300.000 kr.

 • Kvennaband Vestur-Húnavatnssýslu – Kvennaband V-Hún. – 90 ára afmælisrit
 • Sigurður Hansen – Haugsnesbardagi – leiðsögubæklingur
 • Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Tvö verkefni: Sumarsýning 2012 og Þjóðbúningasýning á Húnavöku.
 • Ungmennasamband A-Hún. – Útgáfa Húnavökuritsins á 100 ára afmæli USAH
 • Verslunarminjasafnið Hvammstanga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandam. Stemning í Krambúð.
 • Lárus Ægir Guðmundsson – Saga Spákonufellskirkju og kirkjugarðs 1300-2012
 • Töfrakonur / Magic Women ehf. Tvö verkefni: Ævintýri tvíb. á Spáni og Nokkur lauf að norðan III.
 • Stefán R Gíslason og Einar Þorvaldsson – Sönglög á Sæluviku – tónleikar
 • Karlakórinn Lóuþrælar – Tónleikaröð 2012

 

250.000 kr.  

 • Sögusetur íslenska hestsins – County of origin – Íslenska hestatorgið á Landsmóti hestamanna 2012.
 • Handtak – Drangeyjarferðir – Fjölskyldan í fjörunni og Rökkurstund að Reykjum – bl. dagskrá.
 • Jón Hilmarsson – Ljós og náttúra Norðurlands vestra – ljósmyndabók
 • Húnaþing vestra – Gamlar ljósmyndir með sögulegum texta á útisvæði
 • Contalgen Funeral – Pretty Red Dress – geisladiskur
 • Barokksmiðja Hólastiftis – Barokkhátíð á Hólum 2012
 • Blönduósbær – Tónar, list og sögur á Húnavöku 2012
 • Fornverkaskólinn – Alþjóðlegt námskeið í torfhleðslu

 

200.000 kr.  

 • Skagabyggð – Leiðsögubæklingur um Kálfshamarsvík
 • Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði – Tónleikaröð 2012-2013
 • Stefán Friðrik Stefánsson og Sigfús Arnar Benediktsson – Fúsi fer á flakk
 • Rósmundur Ingvarsson – Örnefnaskráning í Skagafirði – Sléttuhlíð
 • Byggðasafn Skagfirðinga – Smíði kljásteinavefstóls
 • Multi Musica – Það er draumur að vera með dáta – tónleikar
 • Kirkjukórar í A- og V-Hún. – Menningardagskrá í tali og tónum
 • Skagfirski kammerkórinn – Söngur allt árið – tónleikaröð
 • Félag harmonikuunnenda í Skagafirði – Manstu gamla daga 3 – bl. dagskrá
 • Vinir Kvennaskólans o.fl. – Hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Kvennaskólahússins
 • Jónsmessunefnd Hofsósi – Jónsmessuhátíð  2012

 

150.000 kr.

 • Gunnar Halldórsson – Sú fagra sveit – barnabók
 • Kvennakórinn Sóldís – Tónleikar á Konudegi 2013
 • Erla Gígja Þorvaldsdóttir og Hulda Jónasdóttir – Vornótt – geisladiskur með lögum Erlu Gígju Þorvaldsdóttur
 • Héraðsbókasafn Skagfirðinga – Gyrðisvaka – dagskrá til heiðurs Gyrði Elíassyni
 • Alexandra Chernyshova – Jól í Kallafjöllum – bl. dagskrá
 • Á Sturlungaslóð – Sögudagur á Sturlungaslóð 2012
 • Textílsetur Íslands – Dvalar- og verkefnastyrkir til lista- og fræðimanna

100.000 kr.  

 • Héraðsskjalasafn Skagfirðinga – Ljósmyndavefur Skagfirðinga – málþing og opnun vefs
 • Ríkíní, félag um forna tónlist – Fjórða þing Ríkíní á Hólum 2012
 • Menningarfélagið Spákonuarfur – Margt býr í myrkrinu
 • Gísli Þór Ólafsson – Bláar raddir – geisladiskur
 • Sigurður Helgi Oddsson – Uppáhaldslögin okkar – tónleikar
 • Árni Geir Ingvarsson – Mannlíf á Skagaströnd  – ljósmyndasýning
 • Jón Hilmarsson og Arnar Ólafur Viggósson – Náttúra og landslag Norðurlands vestra – ljósmyndasýning
 • Pétur Jónsson – Selskap – ljósmyndasýning
 • Húsfreyjur á Vatnsnesi – Örnefnaskilti við Hamarsrétt
 • Álfaklettur ehf – Culture tasting in Skagafjörður – viðburðir f. erl. ferðamenn
 • Ferðaþjónustan Hólum – Í fótspor Guðmundar góða – gönguferðir með leiðsögn

·         Landnám Ingimundar gamla – Námskeið um tvísöng og kvæðahefðina í Vatnsdal

Menningarstyrkir til Háskólans á Hólum og tengdra aðila

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði nýlega verkefnastyrkjum fyrir árið 2012. Háskólinn  á Hólum eða aðilar tengdir honum eru skrifaðir fyrir nokkrum þessara verkefna:

Guðbrandsstofnun – kr. 400.000 vegna Sumartónleika á Hólum 2012.
Sögusetur íslenska hestsins – kr. 250.000, m.a. til þátttöku í Íslenska hestatorginu á Landsmóti 2012.
Barokksmiðja Hólastiftis – kr. 250.000 til Barokkhátíðar á Hólum 2012.
Fornverkaskólinn – kr. 250.000 vegna alþjóðlegs torfhleðslunámskeiðs
Ferðaþjónustan á Hólum – kr. 100.000 í gönguferðirnar Í fótspor Guðmundar góða.

Ljósmyndavefur Skagafjarðar opnar 2. maí

Nú styttist í að ljósmyndavefur Skagafjarðar opni en miðvikudagskvöldið 2. maí kl. 20:00 verður opnunarhátíð í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Á vefnum verða í upphafi um 9000 ljósmyndir frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga gerðar aðgengilegar, en þeim mun síðan fjölga smátt og smátt.

Allir eru velkomnir á opnunarhátíð vefsins en þar munu meðal annars verða fjallað um gamlar myndir frá ýmsum hliðum.

Sæluvikan, dagskráin 2. maí

Dagskráin Sæluviku, 2. maí.

Talnaspeki :: SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS
Benedikt Lafleur býður upp á talnagreiningu.

Nudd og dekur :: SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir býður upp á nudd og dekur í vatni.

07-18.00 Hesturinn sem ferðafélagi og fararskjóti :: SAUÐÁRKRÓKSBAKARÍ
Ljósmyndasýning Guðbjargar Guðmundsdóttur.

7.45-11.00 Listahátíð barnanna eldra stig :: LEIKSKÓLINN ÁRSALIR v/árkíl

8.00-11.00 Listahátíð barnanna yngra stig :: LEIKSKÓLINN ÁRSALIR v/Víðigrund

9:15-16:00 Sölusýning á verkum notenda Iðju-Hæfingar :: LANDSBANKINN
Sýning í boði Landsbankans.

13-16.30 Listahátíð barnanna eldra stig :: LEIKSKÓLINN ÁRSALIR v/árkíl

13-17.00 Stefnumót á Krók :: SAFNAHÚSIÐ
Myndlistarsýning Sossu og Tolla er opin í Safnahúsinu frá kl. 13–17 alla daga.

14-16.00 Listahátíð barnanna yngra stig :: LEIKSKÓLINN ÁRSALIR v/Víðigrund
16-18.00 Opið hús :: GISTIHEIMILIÐ MIKLIGARÐUR

16-19.00 Litbrigði samfélags :: GÚTTÓ, SAUÐÁRKRÓKI
Samsýning listamanna í Myndlistarfélaginu Sólon úr Skagafirði og nágrenni.

20.00 Opnun Ljósmyndavefs Skagafjarðar
:: Á SAL BÓKNÁMSHÚSS FNV
Dagskrá í tilefni af opnun Ljósmyndavefs Skagafjarðar.

20.30 Hringferð með harmonikuna :: HOFSÓSSKIRKJA
Jón Þorsteinn Reynisson hefur tónleikahringferð um landið á Hofsósi.

Sæluvikan 2012 er hafin í Skagafirði

Sæluvikan í Skagafirði er hafin. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Hægt er að sjá alla dagskránna í bæklingi hérna fyrir alla dagana.

Dagskráin í dag 1. maí.

Talnaspeki :: SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS
Benedikt Lafleur býður upp á talnagreiningu.

Nudd og dekur :: SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir býður upp á nudd og dekur í vatni.

13-16.00 Opinn dagur hjá Skotfélaginu Ósmann :: SKOTSVÆÐI ÓSMANNS Á REYKJASTRÖND
13-17.00 Stefnumót á Krók

:: SAFNAHÚSIÐ
Myndlistarsýning Sossu og Tolla er opin í Safnahúsinu frá kl. 13–17 alla daga.
14.00 Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar

:: MENNINGARHÚSIÐ MIÐGARÐUR
Almennir tónleikar kl. 14:00 og 14:30.
o15.00 Hátíðarhöld 1. maí

:: BÓKNÁMSHÚS FNV
Stéttarfélögin í Skagafirði bjóða félagsmönnum sínum
til hátíðardagskrár í tilefni dagsins.
16-19.00

Litbrigði samfélags :: GÚTTÓ, SAUÐÁRKRÓKUR
Samsýning listamanna í Myndlistarfélaginu Sólon úr Skagafirði og nágrenni.
16-18.00

Opið hús :: GISTIHEIMILIÐ MIKLIGARÐUR
17.00 Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar

:: MENNINGARHÚSIÐ MIÐGARÐUR Tónleikar strengjadeildar.
20.30 Tveir tvöfaldir :: BIFRÖST
Leikfélag Sauðárkróks sýnir leikrit eftir Ray Cooney. Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir.
Miðapantanir í síma 849 9434.

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn 5. maí

Eyfirski safnadagurinn er haldinn árlega og í ár er þemað vinabæir. Safnadagurinn í ár verður haldinn laugardaginn 5. maí. Frítt er inn á fjölmörg söfn á Norðurlandi í tilefni dagsins. Vefsíðan sofn.is hefur að geyma fjölmörg söfn á landinu, og þar er hægt að skoða öll söfn á Norðurlandi.

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður og Norðurland hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfssemi sína og bjóða uppá margt áhugavert þar má nefna listflug, ratleik, upplestur, leiðsögn, bátsferð, brauðbakstur á hlóðum og gamaldags leiki.

Tindastóll og Drangey léku æfingaleiki um helgina

Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna frá Grenivík laugardaginn 28. apríl. Spilað var á Hofsósvelli. Skelfileg byrjun hjá Drangey þeim dýrkeypt,  og komst Magni í 3-0 á fyrstu 20.mín. Eftir þetta komust Drangey meira inn í leikinn og var það Hilmar Þór Kárason sem minnkaði muninn. Góð spilamennska var í liðinu á köflum, og var það síðan Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnkaði muninn í 3-2. Það var síðan undir lokinn sem Magni komst í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins. Fínir taktar oft á tíðum hjá Drangey og eiga þeir bara eftir að verða betri þegar líður nær sumri. Næsti leikur hjá strákunum er bikarleikur gegn KF, 6.maí á Ólafsfirði.

Tindastóll spilaði gegn Völsungi sunnudaginn 29. apríl á Hofsósvelli. Leikurinn var hin besta skemmtun en fullt af færum voru í leiknum, en mörkin létu á sér standa. Það mátti sjá á leikmönnum að þeir voru pínu ryðgaðir, enda orðið langt síðan spilað var úti, í íslenskri veðráttu og á grasi. Þegar menn fundu taktinn og byrjuðu að halda boltanum betur á grasinu, þá byrjaði að ganga betur. Tindastólsliðið var mun betra í þessum leik og fengu fullt af færum en skoruðu hinsvegar ekki fyrsta markið fyrr en á 70.mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir laglega sendingu frá Theodore Eugene Furness. 10.mín seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstu á boltann og kláraði vel.

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Tvo tvöfalda

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen á opnunardegi Sæluvikunnar þann 29. apríl næstkomandi í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Tveir tvöfaldir er dæmigerður farsi sem gerist á Hótel Höll, en þangað fer alþingismaðurinn Ormur Karlsson ásamt konu sinni Pálínu til að slaka á undir lok þingsins. Við bætist Hreinn, aðstoðarmaður Orms og æsast þá leikar töluvert og upphefst hinn klassíski farsi.

Leikfélag Sauðárkróks hefur áður sýnt leikrit eftir Ray Cooney, Með vífið í lúkunum, 2006 og Viltu finna milljón?, 2008, auk þess að frumflytja Ray Cooney á íslensku leiksviði árið 1978 er félagið setti upp leikritið Eltu mig, félagi.

Áætlaðar eru 8 sýningar sem hér segir:

 

 • Frumsýning sunnudaginn 29. apríl kl. 20:30
 • 2. sýning þriðjudaginn 1. maí kl. 20:30
 • 3. sýning fimmtudaginn 3. maí  kl. 20:30 uppselt
 • 4. sýning sunnudaginn 6. maí kl. 20:30
 • 5. sýning fimmtudaginn 10. maí kl. 20:30
 • 6. sýning miðnætursýning föstudaginn 11. maí kl. 23:00
 • 7. sýning laugardaginn 12. maí kl. 17:00
 • Lokasýning sunnudaginn 13. maí kl. 20:30

 

Miðasala er í anddyrinu í Bifröst, virka daga frá kl. 16-18 og 30. mínútum fyrir sýningu. Miðasölusími er: 849-9434

Skagafjörður – lífsins gæði og gleði“

Atvinnulífssýningin „Skagafjörður – lífsins gæði og gleði“ hófst í dag en hún stendur yfir alla helgina. Sýningin er haldin íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var opin frá klukkan 10:00 til 17:00 í dag, laugardag og frá 10:00 til 16:00 á morgun, sunnudag.

„Það hefur verið mikið fjölmenni hér í dag,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Skagafjarðar og einn af skipuleggjendum sýningarinnar. Að sögn hans hafa um 1000 gestir núþegar farið um sýninguna en hann á von á öðru eins á morgun.

„Við erum með hérna rúmlega 100 sýnendur sem eru að kynna sína vöru og þjónustu, allir úr Skagafirði,“ segir Áskell Heiðar. Aðspurður hvort um sé að ræða fjölbreytta sýningu segir Áskell Heiðar: „Já, þetta er mjög fjölbreytt. Það er fólk hérna frá Félagi Ferðaþjónustunnar að draga út vinninga á sviðinu núna og það eru hérna iðnfyrirtæki, verktakar, fiskvinnslur, kjötvinnslur, forsetaframbjóðandi, skotveiðifélag, handverksfólk og íþróttamenn – allur skalinn, bæði þjónusta, verslun og framleiðsla.“

Áskell Heiðar Ásgeirsson.Áskell Heiðar Ásgeirsson. mbl.is

Að sögn Áskells Heiðars er sýningin opin öllum og frítt inn á hana. „Svo eru hérna líka fjölbreytt skemmtiatriði. Við vorum t.d. með tískusýningu hérna áðan,“ segir segir Áskell Heiðar og bendir á að það sé upplagt fyrir fólk að kíkja þarna með alla fjölskylduna. Hann segir barnasvæði vera á sýningunni en auk þess sé ýmislegt gefið þarna og margt að skoða fyrir börnin. „Við stílum einmitt upp á það að fjölskyldan geti komið hingað og haft hérna góðan dag,“ segir Áskell Heiðar.

Spurður hvort hann eigi von á miklum fjölda gesta yfir helgina segir Áskell Heiðar: „Já, ég á von að það koma svona á bilinu 2-3000 manns á og heimsæki okkur, miðað við hvernig þetta hefur byrjað.“

Texti og heimild: Mbl.is

Fyrsta golfmót GSS í sumar

Í dag laugardaginn 28. apríl verður fyrsta golfmót GSS haldið. Leiknar verða 9 holur og er ræst var út klukkan 13:00. Leyfðar verða færslur á brautum en reglur þar um verða kynntar í mótsbyrjun. Keppnisgjald er 500 krónur.

Þrátt fyrir að völlurinn sé í frábæru ástandi miðað við árstíma þá hvetjum við enn sem fyrr til sérstaklega góðrar umgengni, einkum að gæta þess að laga boltaför á flötum.

Öldungablakmótið Trölli 2012 er hafið á Tröllaskaga

Stærsta mót frá upphafi blaks á Íslandi verður haldið um helgina á Siglufirði, Ólafsfirði og á Dalvík. Trölli 2012 – Öldungamót BLÍ. Alls taka 142 lið þátt í mótinu og hefur þeim fjölgað um 17 á milli ára.Sauðárkrókur

Öldungamótið fer að þessu sinni fram á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Alls verður leikið á 9 völlum samtímis frá laugardagsmorgni kl. 08.00 fram á miðjan dag á mánudag. Reiknað er með allt að 1200 keppendum á Trölla 2012 og er góð dagskrá um á kvöldin í boði fyrir keppendur og aðra.

Sveitarfélagið Skagafjörður í mál við Lánasjóð Sveitarfélaga?

Á fundi byggðarráðs í morgun var fjallað um lögmæti lánssamnings við Lánasjóð sveitarfélaga frá árinu 2007. Um er að ræða lán sem tekið vegna framkvæmda hjá Skagafjarðarveitum að upphæð 115 milljón kr. sem síðan u.þ.b. tvöfaldaðist í hruninu. Um verulegar upphæðir er því að tefla fyrir sveitarfélagið.

Í bréfi sem Ergo lögmenn f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar rituðu Lánasjóði sveitarfélaga var farið fram á að sjóðurinn endurreiknaði lánið í samræmi við dóm Hæstaréttar nr.600/2011 og óskað eftir afstöðu sjóðsins varðandi það sem ofgreitt hefur verið. Fram kom að Lánasjóður Sveitarfélaga getur ekki fallist á kröfu sveitarfélagsins og fól Byggðarráð sveitarstjóra að sækja rétt sveitarfélagsins í málinu.

 

Heimild: skagfirdingur.wordpress.com

Texti: Sigurður Árnason

Kennara vantar í Varmahlíðarskóla

Við Varmahlíðarskóla eru eftirtaldar kennarastöður lausar til umsóknar:

 • Starf textílkennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 80% starf. Gerð er krafa um háskólamenntun í faginu sem og kennslureynslu.
 • Starf vélsmíðakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% starf. Gerð er krafa um menntun í vélsmíði sem og kennslureynslu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá og mynd. Umóknarfrestur er til 9. maí.

Sundlaugin á Hofsósi opin næstu helgar

Mikið verður um að vera í Skagafirði um næstu helgi, í upphafi Sæluviku og viðburðir í gangi alla vikuna, allt fram til sunnudagsins 6.maí. Reiknað er með að fjölmargir gestir heimsæki fjörðinn  og þá er tilvalið að fara í einhverja af sundlaugunum okkar.

Sundlaugin á Hofsósi er mjög eftirsótt og verður afgreiðslutími laugarinnar aukinn bæði í upphafi og lok Sæluviku. Þannig verður opið frá klukkan 10-17 bæði laugardaginn 28.apríl  og sunnudaginn 29.apríl og svo 5. og 6. maí.

Fyrir þá sem kjósa að fara í Sundlaugina á Sauðárkróki, kíkja í hina frægu “heitu potta”, skella sér í gufu eða prófa Infra-rauða undraklefann , þá er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-16 og virka daga frá kl. 6.50-20.45 .

Sundlaugin í Varmahlíð, þar sem börnin geta farið í rennibraut og hægt að teygja úr sér í heitum potti, nú eða taka góðan sundsprett, þá  er opið á laugardögum frá kl. 10-15. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í sund í Skagafirði.

Ef hópar vilja komast í laugarnar utan afgreiðslutíma er þeim bent á að hafa samband við Ótthar, umsjónarmann íþróttamannvirkja á netfangið  otthar@skagafjordur.is

Kristján Björnsson býður sig fram til vígslubiskups á Hólum

Tilkynning frá Kristjáni er svo hjóðandi:

Ég býð mig fram til vígslubiskups á Hólum vegna þess að ég hef áhuga á að vinna með öllu því góða fólki sem starfar í kirkjunni í umdæminu. Ég legg áherslu á stuðning vígslubiskups við þjónustu kirkjunnar og boðun hennar á hverjum stað, gott samfélag og trúmennsku.

Ég vígðist í Hóladómkirkju 1989 og þjónaði í Vestur Húnavatnssýslu fyrstu níu árin, en hef verið sóknarprestur í Vestmannaeyjum frá 1998. Það er von mín að reynslan af prestsþjónustunni og ýmsum trúnaðarstörfum í þágu kirkjunnar geti nýst vel í embætti vígslubiskups.

Það virkar vel á mig að embætti biskupanna eru í deiglu innan kirkjunnar og það þarf að taka stöðu þeirra og hlutverk til umræðu.

Eiginkona mín er Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari og leiðbeinandi hjá Blátt áfram.

Bjarki Már aftur í Tindastól eftir stutta dvöl hjá KF

Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason sem kom frá Tindastóli í vetur og spilaði nokkra leiki í Lengjubikarnum fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ákveðið að leika með liði Tindastóls í sumar. Bjarki Már segir ástæðu félagskiptana vera vegna fjölskyldu sinnar sem býr á Sauðárkróki.  Lárus Orri þjálfari KF er óhress með þetta og var tilbúinn með samning fyrir Bjarka Má en aðeins átti eftir að undirrita hann.

Bjarki Már var lykilmaður í liði Tindastóls í fyrra og var valinn í lið ársins í 2. deild karla. Hann spilar stöðu varnarmanns og hefur leikið 167 leiki í Meistaraflokki og skorað 21 mark.

Tindastóll hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa hér.

Frétt Fótbolta.net með viðtali við Lárus Orra þjálfara KF má lesa hér.

Hannes forsetaframbjóðandi á ferð um Norðurlandið

Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi verður á ferð um landið næstu vikurnar og verður á Sauðárkróki laugardaginn 28. apríl.  Einnig verður hann aftur á Króknum 9. júní, og á Hofsósi og Varmahlíð.

Sjá nánar á www.jaforseti.is

Aðrir viðkomustaðir á Norðurlandi og Norðurlandi eystra:

 • Sauðárkrókur Lau 28.apr 10-17 Atvinnulífssýning
 • Víðihlíð Lau 26.maí 16.00
 • Hrútafjörður Lau 26.maí 20.30
 • Hvammstangi Sun 27.maí 12.00 Hlaðan Kaffihús
 • Blönduós Sun 27.maí 17.00 Eyvindarstofa
 • Húnaver Mán 28.maí 20.30 Húnaver
 • Skagaströnd Mið 30.maí 12.00 Listasmiðjan
 • Siglufjörður Mið 30.maí 19.00 Hannes BOY
 • Ólafsfjörður Fim 31.maí 12.00 Hótel Brimnes
 • Dalvík Fim 31.maí 17.00
 • Þelamörk Fim 31.maí 20.30
 • Akureyri Lau 02.jún 18.00
 • Eyjafjörður Lau 02.jún 20.30 Freyvangur
 • Grenivík Sun 03.jún 12.00 Gamla skólahúsinu
 • Stórutjarnir Sun 03.jún 17.00
 • Laugar Sun 03.jún 20.30 Breiðamýri
 • Mývatnssveit Mán 04.jún 12.00 Hótel Reynihlíð
 • Húsavík Mán 04.jún 18.00 Verkalýðsfélagið Framsýn
 • Kópasker Þri 05.jún 12.00
 • Raufarhöfn Þri 05.jún 17.00 Hótel Norðurljós
 • Þórshöfn Þri 05.jún 20.30 Félagsheimilið
 • Bakkafjörður Mið 06.jún 12.00 Barnaskólinn
 • Grímsey Fös 08.jún 13.00 Veitingahúsið Krían
 • Hrísey Fös 08.jún 21.00 Veitingahúsið Brekka
 • Hofsós Lau 09.jún 12.00 Veitingarstofan Sólvík
 • Sauðárkrókur Lau 09.jún 16.00
 • Varmahlíð Lau 09.jún 20.00 Efri hæð Miðgarði

Læknir óskast á Sauðárkrók

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina.

Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu.  Ráðning til skemmri tíma kemur einnig til greina.

Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.

Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg. Áhersla er lögð á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Nánari upplýsingar veitir Örn Ragnarsson, yfirlæknir heilsugæslu, netfang orn@hskrokur.is sími 455-4000, gsm 847-5681 eða Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri, sími 455-4000, gsm 895-6840.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Hafsteini Sæmundssyni, forstjóra, fyrir 15. maí 2012, netfang hafsteinn@hskrokur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Í Skagafirði búa um 4.300 manns og býður héraðið upp á fjölbreytta möguleika til búsetu. Atvinnulíf er fjölbreytt og mannlíf gott. Nálægð við fallega náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, góð íþróttaaðstaða og útivistarsvæði, ódýr hitaveita, fjölbreytt þjónusta og kröftugt menningarlíf gerir búsetu í Skagafirði eftirsóknarverða.

Ekkert hross náði Landsmótseinkunn á Kynbótasýningu á Sauðárkróki

Ekkert hross náði Landsmótseinkunn á Kynbótasýningunni á Sauðárkróki sem lauk í gær á yfirlitsýningu. Næst því komst hryssan Katla frá Blönduósi sem Tryggvi Björnsson sýndi í fordómi og Bjarni Jónasson í yfirliti. Hún hlaut 7,84 í aðaleinkunn í fjögurra vetra flokki. Katla er undan Akk frá Brautarholti og Kantötu frá Sveinatungu.

Ljósmyndir frá sýningunni má sjá hér.

Bæjar- og menningarvefur