Jólamót Molduxa á Sauðárkróki

Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verður í opnum flokki karla og 40+ flokki karla. Einnig verður keppt í kvennaflokki ef næg þátttaka fæst.

Þátttökugjald pr. lið er kr. 15.000 og rennur allur ágóði til körfuknattleiksdeildarinnar eins og áður.

Hægt er að skrá sig sem einstaklingur á mótið og verður búið til lið með slíkum skráningum. Gjaldið fyrir einstaklingsskráningu er kr. 2.500.

Athugið að gera verður upp þátttökugjöld fyrir fyrsta leik.

Skráning fer fram hjá Palla Friðriks í gegn um netfangið palli@feykir.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 861-9842.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 12 þann 26. desember.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.

Maður óskast í viðhald og aðstoð – Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða mann í viðhald og aðstoð við rannsóknir í tilraunaeldisstöð skólans í Verinu á Sauðárkróki.

Viðkomandi mun starfa við fiskeldis og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki að uppsetningu og framkvæmd rannsóknartilrauna, sem og viðhaldi tækjabúnaðar.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem verkefnin felast m.a. í viðhaldi og þjónustu á eldiskerjum, uppsetningu og breytingum á vatnslögnum, rekstri og viðhaldi á dælum og rafbúnaði auk tilfallandi viðhalds og smíðaverkefna.  Viðkomandi mun einnig taka þátt í  daglegum störfum við umhirðu tilraunadýra og tilrauna, auk samskipta við birgja og þjónustuaðila stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

 • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af umhirðu og umgengni við lifandi dýr
 • Aðlögunarhæfni og sveigjanleiki
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, geta til að vinna í hóp og þjónustulund
 • Almenn tölvukunnátta
 • Aukin ökuréttindi eru kostur

Um er að ræða 100% stöðu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.  Nánari upplýsingar veitir: Arnþór Gústavsson, addi@holar.is, 455-6385 eða Bjarni K. Kristjánsson, bjakk@holar.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2013.

Umsóknir sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Maður óskast í viðhald og aðstoð – Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða mann í viðhald og aðstoð við rannsóknir í tilraunaeldisstöð skólans í Verinu á Sauðárkróki.

Viðkomandi mun starfa við fiskeldis og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki að uppsetningu og framkvæmd rannsóknartilrauna, sem og viðhaldi tækjabúnaðar.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem verkefnin felast m.a. í viðhaldi og þjónustu á eldiskerjum, uppsetningu og breytingum á vatnslögnum, rekstri og viðhaldi á dælum og rafbúnaði auk tilfallandi viðhalds og smíðaverkefna.  Viðkomandi mun einnig taka þátt í  daglegum störfum við umhirðu tilraunadýra og tilrauna, auk samskipta við birgja og þjónustuaðila stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

 • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af umhirðu og umgengni við lifandi dýr
 • Aðlögunarhæfni og sveigjanleiki
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, geta til að vinna í hóp og þjónustulund
 • Almenn tölvukunnátta
 • Aukin ökuréttindi eru kostur

Um er að ræða 100% stöðu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.  Nánari upplýsingar veitir: Arnþór Gústavsson, addi@holar.is, 455-6385 eða Bjarni K. Kristjánsson, bjakk@holar.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2013.

Umsóknir sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fjögurra daga gönguferð um eyðibyggðir milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar

Ferðafélagið Útivist bíður uppá fjögurra daga gönguferð um eyðibyggðir milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, frá 4-7. júlí 2013.  Gangan ber heitið “Tröllaskagi – Eyðibyggðir við ysta haf“. Lagt verður af stað frá Ólafsfirði og gengið með Hvanndalabjargi í Hvanndali. Síðan liggur … Continue reading

Powered by WPeMatico

Bæjar- og menningarvefur