Hólahátíðinni líkur í dag

Hólahátíðin hófst á föstudag. Óvanalega mikið verður um dýrðir þetta árið. Frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til embættis vígslubiskups í Hólastifti. Vígslan verður í lok hátíðarinnar, kl 14 á sunnudaginn. Aðrir liðir í dag verða sem hér segir.

 

 • kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni.
 • Kl. 11:00 Samkoma í Auðunar-stofu.  Ragnheiður Traustadóttir Opnun sýningar um Guðbrand Þorláksson biskup.
 • Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.
 • Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti.Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturprestakalls syngja.  Organistar og kórstjórar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Jóhann Bjarnason.
 • Kirkjukaffi að lokinni messu.

 

Þristurinn 2012 á Sauðárkróksvelli

Þristurinn verður haldinn á Sauðárkróksvelli miðvikudaginn 15 ágúst kl: 16:00. Mótið er frjálsíþróttakeppni unglinga úr UMSS, USAH og USVH, fyrir 15 ára og yngri . Keppnisgreinar fyrir 11 ára og yngri eru 60m, langstökk, hástökk 800m, kúluvarp og boðhlaup en hjá 12-13 ára er það hástökk, spjótkast, 80m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup og 14-15 ára er það hástökk, spjótkast, 100m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup.

Þeir sem geta aðstoðað við mótið eru beðnir um að láta vita á umss@simnet.is eða í síma 4535460

Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir 31. ágúst – 2. september

Skráningarfrestur til 27. ágúst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum körfuknattleiksdeildar frá aldrinum 6 ára og upp úr.

Tilgangur búðanna er að hrista hópinn saman fyrir tímabilið og hefja það með stæl.

Kostnaður við þátttökuna er kr. 3.500 fyrir 11 ára og eldri og 1.500 fyrir 10 ára og yngri.

Bárður Eyþórsson er yfirþjálfari búðanna og honum til aðstoðar verða þjálfarar körfuknattleiksdeildar.

Skráning á www.tindastoll.is

 

Um 800 krakkar á Króksmótinu

Í gær hófst Króskmót FISK á Sauðárkróksvelli. Þar eru rúmlega 800 krakkar sem keppa á mótinu. Mótinu líkur í dag kl. 15:30 ef planið heldur.  Öll úrslit má finna hér.

 

Úrslitaleikir hjá 5. flokki í dag, sunnudag.

Hjá 5.flokki raðast úrslitariðlarnir eftirfarandi:

A úrslit

 • Völlur 1 – 10.00 – Völsungur 2 – Leiknir
 • Völlur 1 – 11.30 – Völsungur 2 – Hvöt
 • Völlur 2 – 13.00 – Leiknir – Hvöt

B úrslit

 • Völlur 1 – 10.30 – Kormákur/Fram – Tindastóll 1
 • Völlur 2 – 12.00 – Kormákur/Fram – Tindastóll 2
 • Völlur 1 – 13.30 – Tindastóll 1 – Tindastóll 2

C úrslit

 • Völlur 2 – 10.00 – Tindastóll 3 – Völsungur
 • Völlur 1 – 11.00 – Tindastóll 3 – Smárinn
 • Völlur 2 – 12.30 – Völsungur – Smárinn

Akureyringar þurfa að spara kalda vatnið sitt

Miðlunartankur Norðurorku fyrir kalt vatn er kominn undir öryggismörk. Akureyringar eru því beðnir um að fara sparlega með kalda vatnið og vökva til dæmis ekki garða sína.

Stjórnendur Norðurorku höfðu ákveðið í morgun að senda út dreifibréf á alla notendur í Svalbarðstrandarhreppi og biðja þá um að spara vatn því að lindir í Vaðlaheiði og Víkurskarði séu ekki jafn gjöfular og hefðbundið er. „Svo gerðist það undir kvöldmat að það komu aðvörunarmerki frá vatnstönkum sem þjóna Akureyri og taka vatn frá Glerárdal, Hlíðarfjalli og Völlum í Hörgárdal um að við værum komin niður fyrir öryggismörk í vatnsbirgðum. Við þurfum því að grípa til ráðstafana og biðja fólk um að spara vatn í öryggisskyni,” segir Baldur Dýrfjörð, forstöðumaður þróunar hjá Norðurorku. Helgi Jóhannesson, forstjóri segir að gríðarleg þurrkatíð hafi verið að undanförnu og vatnslindirnar hafi því auðvitað aðeins gefið eftir.

Öryggismörkin á vatnsbirgðunum eru skilgreind tiltölulega hátt en engu að síður sett til að ákveðið ferli fari í gang enda feli þetta í sér að vatnsskömmtun geti verið yfirvofandi. „Þetta er í fyrsta skipti í líklega 50 ár sem stöndum frammi fyrir því að það geti komið til þess að þurfa að skammta vatn eða herða að notendum og biðja þá að fara sparlega með vatn. Við erum jafnvel að biðja bensínstöðvar um að skrúfa fyrir vatn á plönum og biðja stórnotendur að fara sparlega með,” útskýrir Birgir.

 

„Þrjú skemmtiferðaskip voru á Akureyri í dag og þau tóku mjög mikið vatn. Eitt af þessum skipum var stærsta skip sumarsins. Við erum að vona að tankarnir jafni sig í nótt þannig að það flæði nógu mikið inn til að fara yfir öryggismörk. Í öryggisskyni þykir okkur ráðlegt að beina því til bæjarbúa að fara sparlega með vatn, vökva ekki og láta vatn ekki renna að óþörfu,” segir Baldur.

Heimild:  Rúv.is

Hvasst á Norðurlandi í dag

Ábendingar frá veðurfræðingi

Hvasst verður í dag þann 9. ágúst af SV um norðvestanvert landið og eins vestan til á Norðurlandi. Við þessar aðstæður gætu hviður staðbundið orðið 25-30 m/s. s.s. í Skagafirði og einkum þá í Fljótum við Stafá og Gautland. Eins í Önundarfirði neðantil á Gemlufallsheiði.

Á fjallvegum norðan og norðvestan til er vindur nokkuð jafn allt að 15-20 m/s og á norðanverðu hálendinu sums staðar talsvert sand- eða moldrok.Tekur heldur að lægja með kvöldinu.

Heimild: www.vegag.is

20 verðlaun til Skagfirðinga á Unglingalandsmóti UMFÍ

Stærsta hátíð íslenskrar æsku, Unglingalandsmót UMFÍ, var haldin á Selfossi um verslunarmannahelgina.  Enn á ný var þátttökumet slegið, og ljóst er að þessi vímulausa hátíð er orðin stærsta útihátíð á mestu ferðahelgi Íslendinga.  Skarphéðinsmenn eiga þakkir skildar fyrir frábæra framkvæmd mótsins.

 

Íþróttir eru í brennidepli á hátíðinni, og sem fyrr stóðu skagfirskir keppendur sig vel í frjálsíþróttakeppni mótsins og voru til fyrirmyndar, eins og félagar þeirra sem kepptu í öðrum íþróttagreinum.   Alls unnu Skagfirðingarnir 20 verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, 4 gullverðlaun, 8 silfur og 8 brons, auk þess sem nokkrir unnu til verðlauna í blönduðum boðhlaupssveitum.  Þess má geta að yfir 50 keppendur voru í mörgum greinanna.

 

Skagfirðingar sem unnu til verðlauna voru:

 

 • Daníel Þórarinsson (18), sigraði í 100m og 800m hlaupum.
 • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14), sigraði í þrístökki og varð í 2. sæti í 100m, 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Ragnar Ágústsson (11), sigraði í spjótkasti.
 • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17), varð í 2. sæti í 100m og langstökki og 3. sæti í 110m grindahlaupi.
 • Ari Óskar Víkingsson (11), varð í 2. sæti í 60m hlaupi.
 • Sæþór Már Hinriksson (12), varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi.
 • Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17), varð í 2. sæti í hástökki.
 • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15), varð í 3. sæti í 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Gunnar Freyr Þórarinsson (13), varð í 3. sæti í kúluvarpi.
 • Haukur Ingvi Marinósson (14), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Hákon Ingi Stefánsson (15), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Agnar Ingimundarson (16-17), varð í 3. sæti í hástökki.
 • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17), varð í 3. sæti í 100m hlaupi.

Heimild: www.tindastoll.is

Nýr deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum

Guðrún Helgadóttir prófessor hefur tekið við starfi deildarstjóra ferðamáladeildar til tveggja ára frá og með 1. ágúst 2012. Guðrún hefur starfað við deildina frá 1996, fyrst sem stundakennari en sem prófessor frá árinu 2007.

 

Guðrún hefur sinnt kennslu og rannsóknum á sviði menningar og ferðamála, en aðaláherslur hennar í rannsóknum eru annars vegar á hesta og ferðamennsku og á minjagripi og menningararf hins vegar.

 

 

Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 11. ágúst. Í ár verður Björn Vigfússon, sögukennari í MA, með fyrirlestur um Guðmund góða biskup í Hóladómkirkju og Laufey Guðmundsdóttir syngur. Dagskráin er í samvinnu við Hólahátíð sem er sama dag. Afþreying er fyrir börnin á sama tíma.

Búið er að setja upp söguskilti við Víðines í Hjaltadal sem verður kynnt til sögunnar af Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra í Glaumbæ eftir dagskránna í kirkjunni.

Við vígslu Fosslaugar hjá Reykjafossi á Sturlungadeginum 2011.

Um kvöldið verður Ásbirningablót haldið í gestamóttöku tilvonandi Kakalaskála sem Sigurður Hansen er að smíða í Kringlumýri. Þar koma fram Björg Baldursdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir, Agnar Gunnarsson, Jói í Stapa, Siggi á Ökrum og Sigurður Hansen ásamt fleiru góðu fólki. Hótel Varmahlíð sér um veitingarnar og eru miðapantanir í síma 453 8170 fyrir kl. 18 föstudaginn 10. ágúst, verð 3.800 kr.

Heimild: Innsent efni /  Fréttatilkynning

 

 

Minnisvarði um Hrafna Flóka vígður í Fljótum

Laugardaginn 11. ágúst n.k. mun Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka  sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari.

Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Helstu styrktaraðilar eru Alþingi Íslendinga, Menningarsjóður Norðurlands vestra, Menningar- og styrktarsjóður Norvikur og Kaupfélag Skagfirðinga. Auk þessara aðila hafa margir einstaklingar og fyrirtæki styrkt verkefnið með vinnuframlagi  og annarri greiðasemi.

Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson Athöfnin hefst kl. 14:30 og eru allir velkomnir.

Tómur kirkjugarður fannst í Skagafirði við uppgröft

Rúv.is greinir frá að tómur kirkjugarður hafi fundist við fornleifauppgröft á Stóru Seylu í Skagafirði. Svo virðist sem grafirnar hafi verið teknar upp og beinin flutt yfir í annan yngri kirkjugarð.

Fornleifafræðingar vinna nú að því að grafa upp kirkjugarð frá elleftu öld sem fannst við jarðsjármælingar á Seylu í Skagafirði árið 2009. Að sögn Guðnýjar Zoëga, deildarstjóra fornleifadeildar Byggðasafns Skagafjarðar, kom fundurinn mjög á óvart því einungis var vitað um annan fornan kirkjugarð á Seylu, þann sem getið er um í Sturlungu.
Athygli vekur að í eldri garðinum hafa aðeins fundist tvær beinagrindur en aðrar grafir eru tómar eða nánast tómar. „Við teljum að beinin hafi verið færð úr þessum kirkjugarði fyrir 1100 og í yngri kirkjugarð, sem er getið í Sturlungu og sést enn á yfirborði, en bæjarstæði Seylu sem síðast stóð við yngri kirkjugarðinn hefur verið flutt á sama tíma og kirkjan og beinagrindurnar,“ segir Guðný við fréttastofu.
Hún segir jafnframt að þetta sé í fyrsta sinn sem ummerki um slíkan beinaflutning sjáist í Skagafirði.„En þetta er í 12. aldar lagabókinni Grágás, eða 12. aldar kristnirétti, þar er talað um að það eigi að fjarlægja bein úr gröfum ef að kirkja og kirkjugarður eru niðurlögð. Í raun þá er þessi garður aflagður löngu áður en lögin eru allavegna sett á blað. Þannig að þetta er ansi merkileg heimild um þennan sið,“ segir Guðný að lokum.

Heimild: Rúv.is

Uppsagnir í fiskvinnslu á Blönduósi

Rúv.is greinir frá því að öllu starfsfólki hjá fiskvinnslunni Sæmá á Blönduósi hafi verið sagt upp eða 12 manns. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember.

Fyrirtækið Sæmár er dótturfélag Norðurstrandar á Dalvík og er eina fiskvinnslan á Blönduósi. Að sögn Guðmundar Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra Sæmás og Norðurstrandar, er ástæða uppsagnanna óvissa í rekstrarumhverfi. Fyrirtækið sé kvótalaust og hafi keypt allan fisk á markaði og eins sé óvissa um byggðakvóta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að loka Sæmá, en að sögn Guðmundar eru uppsagnirnar varúðarráðstöfun á meðan verið er að meta stöðuna.

Heimild: Rúv.is

Móttökuaðili óskast vegna drykkjarumbúða á Blönduósi

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka við móttöku drykkjarumbúða á Blönduósi. Tilvalið til að ná sér í aukapening eða nýta mannskap á dauðum tímum. Áhugasamir geta kynnt sér fyrirkomulag á Ísandi í gegnum vefsíðuna endurvinnslan.is

Endilega hafið samband í síma 5888522. Valdi eða Helgi.

Heimild: Blönduós.is

Smíðakennara vantar í Varmahlíð

Varmahlíðarskóli auglýsir eftir smíðakennara næsta skólaár. Um er að ræða 70% starf. Gerð er krafa um háskólamenntun í faginu sem og kennslureynslu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020 eða 777-9904. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá með mynd. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst .

Heimild: www.skagafjordur.is

Ljósmóðir óskast á Sauðárkrók

Ljósmóðir óskast í 60 – 100 % stöðu við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki.

Staðan er laus frá 1.september 2012 eða eftir samkomulagi
Starfið felur í sér mæðravernd   og ungbarnaeftirlit.  Umönnun sængurkvenna aðallega í formi heimaþjónustu. Ljósmóðir sinnir einnig öðrum störfum á HS eftir samkomulagi.
Viðkomandi þarf að hafa íslenskt starfsleyfi , búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum,  hafa reynslu af almennum störfum ljósmæðra og vera sjálfstæður í vinnubrögðum.
Æskilegt er að ljósmóðir hafi reynslu, leyfi og tryggingar til að starfa sjálfstætt við heimaþjónustu.
Launakjör eru samkvæmt  kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra. Einnig stofnanasamningi LMFÍ og HS
Eins og fram kemur í auglýsingunni þá er starfshlutfall samkomulag
Útvegum húsnæði.
Umsóknir  ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til Herdísar Klausen framkvæmdastjóra hjúkrunar sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Sími 455 4011, netfang: herdis@hskrokur.is. Hægt er að sækja um rafrænt á heimsíðu HS: www.hskrokur.is
Umsóknarfrestur er til  18.ágúst 2012
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Heimild: Starfatorg.is

Dagskrá Kántrýdaga

Kántrýdagar verða 17.-19. ágúst nk á Skagaströnd. Dagskrá þeirra er nokkuð hefðbundin. Kántrýsúpan er á sínum stað í tjaldinu. Þar verða líka tónleikar föstudags og laugardagskvöld. Í Kántrýbæ verða böll og sýning kvikmyndarinnar Kúrekar norðursins. Hljómsveitirnar Gildran, Klaufar, Illgresi, 1860 og Sefjun eru kallaðar til leiks.

Ljósmynda- og listsýningar ásamt handverkssölu eru einnig í boði ásamt spádómum og gönguferðum. Drög að dagskrá hátíðarinnar má finna hér:

http://www.skagastrond.is/kantrydagskra2012.pdf

Kántrýdagar 17. – 19. ágúst 2012

 • Fimmtudagur 16. ágúst
 • Íbúar skreyta götur, garða og hús
 • Föstudagur 17. ágúst
 • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
 • Handverk og hönnun til sölu
 • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
 • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
 • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
 • 11:30 – 24:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
 • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir.
 • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
 • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“.
 • 13:00 – 18:00 Spákonuhof
 • Sýning- Þórdís spákona- Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur
 • 15:00 – 18:00 Opið hús í Nes listamiðstöð
 • Myndlistarsýning
 • 17:30 Skógræktarfélag Skagastrandar opnar gönguleið um Hólaberg
 • Gönguleiðin er um skógarreit ofan við tjaldstæði á Hólatúni.
 • 18:00 Kántrýdagar hefjast með fallbyssuskoti við Kaffi Bjarmanes
 • 18:00 – 20:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
 • Árni Geir Ingvarsson sýnir.
 • 18:15 – 19:00 Vatnsfótbolti á íþróttavelli
 • 18:50 – 19:00 Karamelluflugvél yfir íþróttavelli ef veður leyfir
 • 19:00 – 20:00 Kántrýsúpa í hátíðartjaldi
 • BioPol ehf. býður í súpu
 • 19:00 – 21:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
 • 20:00 – 22:00 Tónleikar í hátíðartjaldi
 • Leo Gillespie og hljómsveitirnar „1860“ og „Contalgen Funeral“
 • skemmta
 • 22:00 – 23:00 Varðeldur og fjöldasöngur í Grundarhólum
 • 22:00 – 24.00 Lifandi tónlist í Kaffi Bjarmanesi
 • Guðlaugur Ómar spilar og syngur
 • 23:00 – 3:00 Ball í Kántrýbæ
 • Hljómsveitin Gildran leikur fyrir dansi.
 • Laugardagur 18. ágúst
 • 10:00 Þórdísarganga á Spákonufell
 • Lagt upp frá golfskálanum
 • 11:00 – 13:00 Dorgveiðikeppni á höfninni
 • Verðlaun fyrir þyngsta fiskinn
 • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
 • Handverk og hönnun til sölu
 • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
 • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
 • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
 • 11:30 – 24:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
 • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir
 • 12:00 Fallbyssuskot við Kaffi Bjarmanes
 • 13:00 – 15:00 Götumarkaður á Bogabraut
 • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
 • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“
 • 13:00 – 18:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
 • Árni Geir Ingvarsson sýnir
 • 13:00 – 19:00 Spákonuhof
 • Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. Fjölskrúðug saga hússins rakin
 • fyrir gestum og sögustundir um Þórdísi spákonu- kl. 13:10,
 • 14:00,15:00,16:00 og 17:00
 • 13:00 – 20:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
 • 13:30 – 14:30 Skráning /forkeppni fyrir söngvakeppni barna í hátíðartjaldi
 • 15:00 – 16:30 Barna- og fjölskylduskemmtun í hátíðartjaldi
 • Sirkus Íslands – akrobat trúðar – Kántrýhvolparnir, söngvakeppi barna
 • og fleira skemmtilegt
 • 15:00 – 18:00 Opið hús í Nes listamiðstöð
 • Myndlistarsýning
 • 15:00 – 16:30 Sirkusnámskeið í hátíðartjaldi
 • Sirkus Íslands kennir undirstöðu í að húla, kasta
 • hringjum, spinna diskum og halda jafnvægi
 • 17:00 – 18:00 Frumsýning myndarinnar „Sumar á Skagaströnd“ í Fellsborg
 • Heimildarmynd Halldórs Árna Sveinssonar
 • 20:30 – 23:00 Tónleikar í hátíðartjaldi
 • Hljómsveitirnar Sefjun, Gildran, Klaufar og Illgresi leika
 • 23:00 – 01:00 Lifandi tónlist í Kaffi Bjarmanesi
 • Hljómsveitin Trukkarnir leikur af fingrum fram
 • 23:00 – 3:00 Ball í Kántrýbæ
 • Kántrýsveitin Klaufar slettir úr dansklaufunum
 • Sunnudagur 19. ágúst
 • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
 • Handverk og hönnun – til sölu
 • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
 • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
 • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
 • 11:30 – 22:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
 • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir
 • 12:00 Fallbyssuskot við Kaffi Bjarmanes
 • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
 • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“
 • 13:00 – 17:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
 • Árni Geir Ingvarsson sýnir
 • 13:00 – 18:00 Spákonuhof
 • Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. Fjölskrúðug saga hússins rakin
 • fyrir gestum og sögustundir um Þórdísi spákonu- kl.14:00, 15:00 og
 • 16:00
 • 14:00 – 15:00 Gospelmessa í hátíðartjaldi
 • Kirkjukór Hólaneskirkju sér um tónlistarflutning undir stjórn Óskars
 • Einarssonar
 • 16:00 – 17:00 Tónleikar í Hólaneskirkju
 • Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstock flytja tónverkið
 • „Streng“. Með tónverkinu verða sýnd myndbönd, m.a. frá Skagaströnd
 • og nágrenni

Ernir flýgur áfram til Húsavíkur

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring en upphaflega var áætlunarflugið sem hófst í vor tilraunaverkefni og átti að standa út september.

Flugfélagið segir viðtökur hafa verið mjög góðar og íbúar svæðisins, fyrirtæki og stofnanir hafi sýnt mikinn áhuga og nýtt flugið mjög vel. Einnig megi ætla að töluverður fjöldi erlendra ferðamanna heimsæki Húsavík og Mývatnssvæðið með þessari nýju tengingu beint á Húsavíkurflugvöll.

Fyrst um sinn verður flogið sjö sinnum á dag fjóra daga vikunnar líkt og verið hefur síðustu mánuði. Einnig verður skoðaður sá möguleiki að bæta við flugdögum og auka tíðnina ef eftirspurn eykst mikið.

Heimild: Akureyrivikublad.is

Vinna hefst við Vaðlaheiðargöng eftir verslunarmannahelgi

Vegagerðin gerir ráð fyrir að byrjað verði strax eftir verslunarmannahelgi að gera stöpla undir bráðabirgðabrú og leggja vegi fyrir vinnuumferð í tengslum við gerð Vaðalheiðarganga.

Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson á Akureyri átti lægsta tilboð í verkið og hefur verið samið við fyrirtækið, aðeins á eftir að ganga formlega frá samningum.

Allt efni sem grafið verður út úr fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin þarf að flytja yfir þjóðveg eitt og því þarf að byggja brú yfir veginn svo almenn umferð þar um verði ekki fyrir truflunum.

Heimild:Rúv.is

Skagafjarðarrallý lokið

Skagafjarðarrallið fór fram um helgina í Skagafirði og voru það Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson á Subaru Impreza sem komu fyrstir í mark,  fóru allar 12 sérleiðarnar á 1:17:26. Mikill afföll urðu í rallinu, sem tókst þó með miklum ágætum, en aðeins 10 af 17 bílum kláruðu mótið.

Heimamaðurinn Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu í öðru sæti, 47 sekúndum á eftir sigurvegurunum á tímanum 1:18:13 en þeir óku sömuleiðis Subaru Impreza. Þriðju í mark voru Jón Bjarni Hrólfsson og Halldór Vilberg á 1:19:15 á Jeep Cherokee.

Eknar voru leiðir um Þverárfjall, Laxárdal og Sauðárkrókshöfn og einnig í Mælifellsdal, Vesturdal og á Nöfum á Sauðárkróki.

Sjá nánar á www.bks.is

# Áhöfn Crew Bíll Car Tími Time Í fyrsta To first Í næsta To next Refs 1a) Pen 1a) Refs 2b) Pen 2b)
1 13 Guðmundur / Ólafur Þór Subaru Impreza 1:17:26 0:00 0:00
2 5 Baldur / Aðalsteinn Subaru Impreza 1:18:13 0:47 0:47 0:00 0:00
3 34 Jón Bjarni / Halldór Jeep Cherokee 1:19:15 1:49 1:02 0:00 0:00
4 25 Katarínus Jón / Ívar Örn Mazda 323 1:20:39 3:13 1:24 0:00 0:00
5 8 Þórður / Björn Ingi Subaru Impreza 1:20:58 3:32 0:19 0:00 0:00
6 29 Kristinn / Brimrún Jeep LACY ONE 1:22:43 5:17 1:45 1:00 0:00
7 22 Guðmundur Snorri / Guðni Freyr Subaru Impreza 22b 1:27:29 10:03 4:46 1:00 0:00
8 28 Þórður / Einar Sveinn Subaru Impreza 1:28:48 11:22 1:19 0:00 0:00
9 1 Hilmar / Dagbjört Rún MMC Lancer Evo VII 1:41:30 24:04 12:42 0:00 25:00
10 26 Magnús / Hafdís Ósk MMC Lancer 1:54:00 36:34 12:30 0:00 25:00

Flokkur Non-Turbo

 • 1. Sæti – Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson – Subaru Impreza
 • 2. Sæti – Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson – Subaru Impreza
 • 3. Sæti – Katarínus Jón Jónsson og Ívar Örn Smárason – Mazda 323

Tindastóll tapaði gegn Víkingi í Ólafsvík

Það  var flott veður þegar Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn.  Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og var greinilegt að bæði lið ætluðu  sér sigur í leiknum. Gestirnir lágu frekar aftarlega á vellinum og  beittu skyndisóknum.
Víkingarnir voru sprækir fyrstu 25 mínúturnar og  reyndu að skapa sér færi.  Töf varð á leiknum seint í fyrri hálfleik  þegar þurfti að hlúa að leikmanni Tindastólshöfuðhöggi sem leikmaður Tindastóls fékk.
Leikmenn Víkings virtust kólna niður við töfina og náðu Tindastólsmenn að  skora mark á 41. mín, og var þar að verki Max Toulute. Skömmu seinna náði Arnar Sveinn Geirsson að sleppa í gegn en það var brotið á honum og Halldór Breiðfjörð  gaf Edvard Berki leikmanni Tindastóls rautt spjald.
Staðan var 0-1 í  hálfleik og Tindastólsmenn einum manni færri.
Víkingar komu grimmir í seinni hálfleikinn og voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum.  Þeir náðu að skora með glæsilegum skalla frá Guðmundi Steini  Hafsteinssyni á 58. mínútu.
Víkingarnir sóttu  látlaust eftir að hafa jafnað leikinn og náðu að lokum að knýja fram sigur á 85. mín, og var þar að verki  Guðmundur Steinn Hafsteinsson.

Víkingur Ó 2 – 1 Tindastóll:

 •  0-1 Max Toulette (’41)
 •  1-1 Guðmundur  Steinn Hafsteinsson (’58)
 •  2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (’84)
 •  Rautt  spjald: Edvard Börkur Óttharsson, Tindastóll (’45)

Heimild: Fótbolti.net

Fimleikahringurinn á Sauðárkróki í næstu viku

Evrópumeistararnir í hópfimleikum munu enn og aftur sýna og kenna fimleika á ferð sinni um landið í sumar.  Hópurinn heimsækir Sauðárkrók nú í næstu viku.  Hópurinn verður með sýningu í íþróttamiðstöðinni á Sauðárkróki mánudaginn 30.júlí nk. klukkan 16:00.  Að sýningu lokinni gefst krökkum og unglingum kostur á að hljóta leiðsögn frá Evrópumeisturunum í fimleikum á um klukkustundarlöngu fimleikanámskeiði.  Þátttaka í fimleikanámskeiðinu kostar 1.000 kr.

Allur ágóði af kennslunni fer í sjóð til að fjármagna ferð hópsins á Evrópumeistaramótið í Århus í haust þar sem hópurinn freistar þess að verja Evrópumeistaratitil Íslands. Heimsóknin á Siglufjörð er liður í Fimleikahringnum sem er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins Gerplu, UMFÍ og Olís.  Tilgangur Fimleikahringsins er að kynna hópfimleika fyrir landsbyggðinni og vekja athygli á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fram fer um Verslunarmannahelgina á Selfossi. Hér má finna tengil á fésbókarsíðu Fimleikahringsins en þar má finna myndir frá fyrri ferðum hópsins um landið. http://www.facebook.com/#!/fimleikahringurinn

Texti: Innsent efni / Björn Björnsson.

Hagræðingaraðgerðir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

Byggðarráð  Sveitarfélagsins Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar, hefur samþykkt að fara í  hagræðingaraðgerðir og  stjórnskipulagsbreytingar. Tillögurnar hafa verið kynntar öðrum sveitarstjórnarfulltrúum  sem allir hafi lýst sig fylgjandi breytingunum.
Bæði er um almennar aðgerðir að ræða sem og breytingar á skipuriti sveitarfélagsins.  Einn liður í þessum aðgerðum er að ná niður launakostnaði og er eitt af markmiðunum að hann verði orðinn um 57%  af heildartekjum árið 2014 en er í dag um  65,9%, sem er óviðunandi.

Helstu breytingar eru þær að sviðum verður fækkað úr sjö í þrjú,  en þau verða fjármála- og stjórnsýslusvið, veitu- og framkvæmdarsvið og fjölskyldusvið. Rekstrarformi Skagafjarðarveitna ehf  verður breytt  og verður það með sama hætti og aðrar B-hluta stofnanir sveitarfélagsins.

Sameining verður á Skagafjarðarveitum,  þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) og  eignasjóði.  Einnig mun markaðs-og þróunarsvið verða sameinað fjármála-og stjórnsýslusviði. Atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar-og kynningarnefnd verða sameinaðar í eina nefnd.
Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1.september n.k. Hluti þessara breytinga kalla á breytingar á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við lög. Stefnt er að kynningafundi fyrir íbúa sveitarfélagsins í byrjun september n.k. þegar sem flestir verða komnir úr sumarleyfum.

Fleiri ferðamenn koma á Hvammstanga

Ferðafólk er að átta sig á því að margt er hægt að skoða á jaðarsvæðum landsins. Þetta segir formaður Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu í viðtali á Rúv.is.

Hvammstangi er miðstöð verslunar- og þjónustu Vestur-Húnavantssýslu. Höfuð atvinnugreinin í sýslunni er landbúnaður, en ferðaþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið, eins og svo víða á landinu. Með tilkomu Selaseturs  Íslands hefur ferðafólki fjölgað umtalsvert, enda eru fræg sellátur skammt frá, á Vatnsnesi. Heimafólk vill fá sem flesta ferðamenn, og að þeir staldri við lengur en einn sólarhring. Þessi smáhýsi er verið að setja upp á tjaldsvæðinu á Hvammstanga.

„Menn hafa verið að byggja hótel og stækka við sig, þannig að það er mikil uppbygging,” segir Kristinn Karlsson, formaður ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu.

Og hann er sannfærður um að uppbyggingin skili sér í framtíðinni. „Já, vissulega. Húnaþing vestra er kannski jaðarsvæði og ég held að menn séu að átta sig á því að það er allt í lagi að fara og skoða jaðarsvæðin líka, það er það mikið að skoða.”

Sjá upptöku og frétt á Rúv.is hér.

Texti: Rúv.is

Færri selir sáust við árlega selatalningu

Selatalningin mikla var haldin á vegum Selasetur Íslands þann 22. júlí s.l. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 og var þetta því sjötta talningin. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjöldi og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands.

Selir voru taldir á allri strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi  í Húnaþingi vestra, en það er samtals um 100 km. 40 manns tóku þátt í talningunni og fóru talningarmenn gangandi, ríðandi eða á báti. Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma.

Í ár sáust samtals 614 selir á svæðinu. Það eru mun færri selir en hafa sést undanfarin ár. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar talningar eru aðeins vísbending um lágmarksfjölda þeirra sela sem dvelja á þessu svæði. Margir þættir hafa áhrif á fjölda sela sem liggja uppi í látrunum og veður er einn þeirra. Veðrið hefur undanfarin ár verið mjög gott, en í gær var þó nokkur úrkoma og fremur hvasst. Getur það verið ein skýring á því að færri selir lágu uppi nú í ár.

Athuga ber að tölurnar segja ekki til um ástand landsselsstofns í heild. Stofnstærðarmat á landsel hefur farið fram reglulega síðan árið 1980 og þá hefur verið talið um land allt úr flugvél. Niðurstöður þeirra talninga benda til þess að landselstofninn hafi staðið í stað síðan árið 2003 og sé tæplega 12 þúsund dýr.

Texti:  www.selasetur.is

 

Þriðjudagsmót í frjálsum í Varmahlíð

Þriðjudagsmót í frjálsum íþróttum var haldið á vellinum í Varmahlíð síðasta þriðjudagskvöld. Keppendur fengu frábært veður til að keppa í en það var logn og hlítt. Mótið gekk vel og voru bæði keppendur og mótshaldarar ánægðir með keppnina. Það voru um 40 þátttakendur sem voru skráðir til leiks. Keppnisgreinar voru kringlukast, kúluvarp, spjótkast og yngstu keppendurnir kepptu líka í langstökki.

Stigahæstu keppendur samkvæmt unglingastigatöflu frjálsíþróttasambandsins voru Björgvin Daði(13) með 824 stig fyrir 9,40m í kúluvarpi, Dalmar Snær(11) með 823 stig fyrir 3,48m í langstökki. Gunnar Freyr(13) með 820 stig fyrir 9,33 í kúluvarpi.

Hjá stelpunum var það Elín Helga(12) sem fékk 820 stig fyrir 23,82m í spjótkasti, Vala Rún(13) með 815 stig fyrir 9,48m í kúluvarpi og Guðný Rúna(10) með 707 stig fyrir 3,06 m í langstökk

Texti: UMSS.is

Skagfirðingar stóðu sig vel á Akureyrarmóti í frjálsumíþróttum

Akureyrarmót í frjálsíþróttum fór fram á frjálsíþróttavellinum við Hamar á Akureyri helgina 21.-22. júlí.  Veður var gott og keppendur margir, alls 149 skráðir til leiks, þar af 27 frá UMSS.

Skagfirðingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu, margir bættu sinn fyrri árangur og sigur vannst í 15 greinum.  Krakkarnir í flokki 12-13 ára voru áberandi í liði UMSS og sigruðu þau í stigakeppni aldursflokksins.

 

Sigurvegarar UMSS í einstökum greinum:

 • Vésteinn Karl Vésteinsson (12-13):  60m grindahlaup, hástökk, langstökk og spjótkast.
 • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14-15):  200m hlaup og 80m grindahlaup.
 • Vala Rún Stefánsdóttir (12-13):  60m grindahlaup, kúluvarp og spjótkast.
 • Hafdís Lind Sigurjónsdóttir (12-13):  200m hlaup og langstökk.
 • Daníel Þórarinsson (16+):  800m hlaup.
 • Hákon Ingi Stefánsson (14-15):  Kringlukast.
 • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (14-15):  Hástökk.
 • Rúnar Ingi Stefánsson (12-13): Kúluvarp.

 

Margir aðrir náðu mjög góðum árangri.  Má þar nefna að Jóhann Björn Sigurbjörnsson bætti sinn fyrri árangur, þegar hann varð í 3. sæti í 100m hlaupi á mjög góðum tíma, 11,16 sek.  Hann hljóp reyndar á 11,13 sek í undanrásum, en þá var meðvindur aðeins yfir leyfilegum mörkum.  Þá bætti Daníel Þórarinsson árangur sinn vel í 400m hlaupi, þegar hann varð í 2. sæti á 52,03 sek..

Bæjar- og menningarvefur