Ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018.  Tvær umsóknir bárust um starfið.

Berglind Þorsteinsdóttir hefur lokið BA prófi í fornleifafræði frá sagnfræði- og heimspekideild Háskóla  Íslands sem og meistaraprófi í menningarfræðum frá sama skóla. Einnig hefur Berglind lokið ýmsum námskeiðum s.s. í grafískri miðlun.

Berglind hefur víðtæka reynslu af störfum við fornleifagröft jafnt hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri við öflun heimilda og skráningu safnmuna m.a. hjá Listasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga. Einnig hefur hún starfað sem ritstjóri og blaðamaður.

Nýr öflugur dráttarbátur á Norðurlandi

Hafnasamlag Norðurlands fékk um helgina nýjan öflugan dráttarbát en báturinn hefur verið í  smíðum síðastliðið  ár í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar. Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á samgönguáætlun en smíði hans er styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði.  Kaupverðið á bátnum er um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun.  Báturinn hefur hlotið nafnið Seifur.

Báturinn er 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Hann er 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnaði og verður öflugasti dráttarbátur landsins.  Hann er með tveimur Cummins vélum 1193 kW. Með Azimuth skrúfum en þær er hægt að láta snúast í hring og eykur stjórnhæfni bátsins verulega.  Báturinn er með sprautu til slökkva eld og 25 tonmetra þilfarskrana.

Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbát er svarað kalli breyttra tíma, skipin stækka og núverandi dráttarbátar hafa ekki verið nógu öflugir fyrir Hafnasamlagið. Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustugildið eykst gríðarlega.  Einnig opnast möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og t.d. Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að stóriðjan á Bakka opnaði.

 

Gunnþór kjörinn forseti sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er nýr forseti sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. 1. varaforseti er Guðmundur St. Jónsson og 2. varaforseti er Þórhalla Franklín Karlsdóttir. Meirihluti og minnihluti hefur samþykkt fulltrúa í ráð og nefndi í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð
Aðalmenn:
Formaður: Jón Ingi Sveinsson (B) kt. 050659-2169
Varaformaður: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Guðmundur St. Jónsson (J) kt. 230571-6009
Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279

Yfirkjörstjórn 2018-2022
Aðalmenn:
Formaður: Helga Kristín Árnadóttir kt. 260160-3899
Varaformaður: Ingibjörg María Ingvadóttir kt. 110369-3369
Ingvar Kristinsson kt. 280552-2249
Varamenn:
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir kt. 180859-3069
Margrét Ásgeirsdóttir kt. 271268-3439
Hákon Viðar Sigmundsson kt. 280363-3169

Dalbær, stjórn
Aðalmenn:
Formaður: Kristinn Bogi Antonsson (B) kt. 130770-4289
Varaformaður: Valdís Guðbrandsdóttir (J) kt. 270477-4619
Heiða Hilmarsdóttir (B) kt. 180859-3499
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D) kt. 150873-4879
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Marinó Þorsteinsson (J) kt. 281058-2749

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) 
Aðalmenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Jón Ingi Sveinsson (B) kt. 050659-2169
Guðmundur St Jónsson(J) kt 230571-6009

Varamenn:
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt 050478-3279

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Aðalmaður:
Valdimar Bragason (B) kt. 180851-2329
Varamaður:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079

Eyþing, aðalfundur
Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt. 100956-3309

Varamenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Guðmundur St Jónsson (J) kt 230571-6009

Atvinnumála- og kynningarráð 
Aðalmenn
Formaður: Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Varaformaður: Tryggvi Kristjánsson (B) kt. 240370-3449
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir (B) kt. 060662-4369
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Snæþór Arnþórsson (J) kt. 020284-3079
Varamenn:
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D) kt. 150873-4879
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Sölvi Hjaltason (B) kt. 200452-3139
Sigvaldi Gunnlaugsson (B) kt. 290569-3039
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt. 140685-2409

Hússtjórn Rima 2018-2022 
Aðalmaður:
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Varamaður:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619

Fræðsluráð
Aðalmenn:
Formaður: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Varaformaður: Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279
Varamenn:
Kristján Guðmundsson (B) kt. 150290-4069
Steinunn Jóhannsdóttir (B) kt. 110166-5249
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Júlíana Kristjánsdóttir (J) kt. 290787-3869

Menningarráð
Aðalmenn:
Formaður: Ella Vala Ármannsdóttir (J) kt. 190580-3189
Varaformaður: Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Heiða Hilmarsdóttir (B) kt. 180859-3499
Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt 140685-2409
Birta Dís Jónsdóttir (D) kt. 110897-3329
Guðmundur Kristjánsson (B) kt. 240766-3459

Íþrótta- og æskulýðsráð
Aðalmenn
Formaður: Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Varaformaður: Jóhann Már Kristinsson (B) kt. 090793-3659
Eydís Arna Hilmarsdóttir (B) kt. 250397-3489
Gunnar Eiríksson (D) kt. 080381-4179
Magni Óskarsson (J) kt 110687-2739
Varamenn:
Jóhannes Tryggvi Jónsson (B) kt. 030962-3899
Jónína Guðrún Jónsdóttir (B) kt. 051276-4269
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Guðbjörg Anna Óladóttir (D) kt. 121093-4569
Guðríður Sveinsdóttir (J) kt. 270382-4289

Félagsmálaráð
Aðalmenn:
Formaður: Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Varaformaður: Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Gunnar Eiríksson (D) kt. 080381-4179
Felix Jósafatsson (U) kt. 020953-3739
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt 140685-2409
Varamenn:
Haukur Arnar Gunnarsson (D) kt. 161169-4479
Dana Jóna Sveinsdóttir (D) kt. 240560-7399
Kristín Heiða Garðarsdóttir (B) kt. 120884-2989
Guðfinna Ásdís Arnardóttir (B) kt. 281151-3719
Marinó Þorsteinsson (J) kt. 281058-2749

Barnaverndarnefnd 
Aðalmenn:
Hólmfríður Amalía Gísladóttir kt. 101164-3739
Oliver Edvardsson kt. 071059-3249
Varamenn:
Hildigunnur Jóhannesdóttir kt. 230372-4389
Jóhannes Tryggvi Jónsson kt. 030962-3899

Landbúnaðarráð
Aðalmenn:
Formaður: Jón Þórarinsson (B)
Varaformaður: Ingunn Magnúsdóttir (J) kt 190988-3259
Guðrún Erna Rúdólfsdóttir (B) kt. 221273-3709
Hildur Birna Jónsdóttir (D) kt. 011070-4269
Freyr Antonsson (D) kt. 080876-4919
Varamenn:
Sigvaldi Gunnlaugsson (B) kt. 290569-3039
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir (B) kt. 060662-4369
Guðrún Anna Óskarsdóttir (D) kt. 040879-5959
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Óskar S.Gunnarsson (J) kt. 160159-2359

Umhverfisráð
Aðalmenn:
Formaður: Haukur Arnar Gunnarsson (D) kt. 161169-4479
Varaformaður: Monika Margrét Stefánsdóttir (B) kt. 070478-5959
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Lilja Bjarnadóttir (B) kt. 300985-2629
Helga Íris Ingólfsdóttir (J) kt. 200478-5689
Varamenn:
Friðrik Vilhelmsson (B) kt. 060865-5669
Snæþór Vernharðsson (B) kt. 230473-3239
Birta Dís Jónsdóttir (D) kt. 110897-3329
Júlíus Magnússon (D) kt. 071262-5109
Emil Einarsson (J) kt 040873-3929

Veitu- og hafnaráð
Aðalmenn:
Formaður: Valdimar Bragason (B) kt. 180851-2329
Varaformaður: Monika Margrét Stefánsdóttir (B) kt. 070478-5959
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Gunnþór E. Sveinbjörnsson (D) kt. 080248-2029
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnhildur Gylfadóttir (B) kt. 040170-3409
Hólmfríður Skúladóttir (B) kt. 070473-5859
Júlíus Magnússon (D) kt. 071262-5109
Óskar Þór Óskarsson (D) kt. 090391-3219
Dagur Óskarsson (J) kt. 010977-3479

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var í dag, mánudaginn 11. júní.

Í sveitarstjórn sitja nú:

Aðalmenn:
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Jón Ingi Sveinsson (B)
Þórhalla Karlsdóttir (B)
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Þórunn Andrésdóttir (D)
Guðmundur St. Jónsson (J)
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)

Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B)
Jóhannes Tryggvi Jónsson (B)
Lilja Guðnadóttir (B)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J)
Kristján Hjartarson (J)

Á fundi sveitarstjórnar var einnig samþykktur Málefna- og samstarfssamningur á milli B-lista og D-lista

Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar sem fram fór í dag, mánudaginn 11. júní. Katrín er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks.

Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar eru Sigurjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir á Glitstöðum.

Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fjögur.

Katrín er stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1988. Þá tók hún með vinnu þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinám hjá HA árið 2007-2008 og núna stundar hún nám í markþjálfun á vegum Evolvia hjá Símey. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004.

Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak.

Katrín tók formlega við lyklavöldum í Ráðhúsinu í dag úr hendi fráfarandi sveitarstjóra Bjarna Th. Bjarnasyni.

Texti og mynd: dalvik.is

Rauðkumótaröðin á Sigló golf

Rauðkumótaröðin í golfi hefst á Siglufirði miðvikudaginn 13. júní kl. 19:00 á Sigló golf, nýja golfvellinum á Siglufirði. Alls verða 10 mót og gefa bestu 5 mótin stig til sigurs.  Gefin eru 12 stig fyrir 1. sæti, 10 stig fyrir 2. sæti, 8 stig fyrir 3. sæti og svo 7-1 stig fyrir sætin þar fyrir neðan. Gjald er 5.000 kr fyrir öll mótin en 1000 kr. á stakt mót. Hægt er að skrá sig á móti á golf.is.

Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði um helgina

Það var mikið líf á Siglufirði um helgina þar sem tvo skemmtiferðaskip komu, eitt á laugardag og eitt á sunnudag. Hanseatic kom með 175 farþega á laugardag, en skipið kom síðast til Siglufjarðar árið 2015 og er þetta eina heimsókn skipsins í sumar.  Ocean Diamond kom með 190 farþega en skipið er á hringsiglingu um Ísland og var þetta fjórða heimsókn skipsins til Siglufjarðar í sumar.

Landlæknir skrifar undir samning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 11. júní mun landlæknir, Alma D. Möller, skrifa undir samstarfssamning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag. Athöfnin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 17:00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá: 

1. Gestir boðnir velkomnir.

2. Kynning á Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller.

3. Staðan í Fjallabyggð. Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri.

4. Undirskrift samnings. Alma D. Möller og Gunnar I. Birgisson.

5. Hollar veitingar.

 

17. júní dagskrá í Fjallabyggð

Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn. Á Siglufirði verður meðal annars Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju og Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar í Kiwanishúsinu á Siglufirði. Í Ólafsfirði verður hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem bæjarstjóri flytur hátíðarræðu. Rútuferðir verða á milli bæjarkjarnanna.

Dagskrá á Siglufirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00 Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju

 • Nýstúdent Haukur Orri Kristjánsson leggur blómsveig að minnisvarðanum
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar flytur ávarp
 • Kirkjukór Siglufjarðar flytur nokkur lög

Kl. 14:00 -16:00 Söluturninn Siglufirði. Sýning á verkum Guðmundar góða
Kl. 13:00 -16:00 Saga-Fotografia á Siglufirði. Opið hús
Kl. 14:00 -17:00 Kompan, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar
Kl. 14.00 -17:00 Ljóðaetur Íslands; Ljóðabækur og kveðskapur tengdur Siglufirði
Kl. 15:00 -17:00 Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar í Kiwanis húsinu á Siglufirði
Verð f. fullorðna kr. 2.000.- og 12 ára og yngri kr. 500.-

Dagskrá í Ólafsfirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00-13:30 Kaffi Klara Þjóðlegur íslenskur hádegisverður, Ave sillaots leikur lög á harmoníku
Kl. 13:00 Knattspyrnuleikur; 7. og 8. flokkur KF, á æfingasvæðinu í Ólafsfirði. Iðkendur mæta við vallarhús kl. 12:45
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá við Tjarnarborg:

 • Hátíðarræða: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
 • Ávarp Fjallkonunnar
 • Leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill og margt fleira
 • Tónlistaratriði
 • Sölubásar

Kl. 15:00-17:00 Listhús Ólafsfirði, Sýningaropnun Scott Probst ljósmyndari frá Ástralíu og grafíski hönnuðurinn Ben Evjen frá Bandaríkjunum opna sýninguna “Monster House” í Listhúsinu á Ólafsfirði.

Stærsta vatnsrennibraut landsins opin (Skíðastökkpallurinn).

Rútuferðir á milli byggðakjarna verða sem hér segir: 
Frá Ráðhústorginu Siglufirði: kl. 12:30 og 13:30
Frá íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði: kl. 16:00 og 17:00

Dagskrá getur tekið breytingum og er birt með fyrirvara um slíkt.

Fyrsti sigur Tindastóls

Tindstóll hefur átt erfitt mót í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar, en liðið var án sigurs 5 umferðir. Liðið mætti Vestra á Sauðárkróksvelli í gær, Stólarnir voru með 0 stig fyrir leikinn en Vestri með 5 stig. Liðin mættust einnig í fyrra og hafði þá Tindastóll sigur á heimavelli 2-1 og gerðu svo liðin 2-2 jafntefli fyrir vestan.

Fyrsta mark leiksins var heimamanna og kom það á 27. mínútu, markið gerði Fannar Örn Kolbeinsson og var það hans fyrsta á leiktíðinni. Staðan var svo 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu skoraði Fannar Örn aftur og staðan orðin vænlega fyrir heimamenn. Tindastóll náði að halda hreinu í þessum leik og unnu góðan 2-0 sigur og eru komnir með 3 stig og eru í 11. sæti eftir 6 leiki.

Sigur á Dalvíkurvelli

Dalvíkurvöllur er allur að koma til eftir að hafa komið illa undan vetri eins og margir vellir á Norðurlandi. Dalvíkingar héldu vinnudag fyrir fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli nú í vikunni þar sem stjórnarmenn og stuðningsmenn mættu til að gera klárt. Sett voru upp auglýsingaskilti og grasvöllurinn var lagfærður eins og hægt var, en völlurinn mun enn vera erfiður yfirferðar fyrir knattspyrnumenn.

Dalvík/Reynir tók á mót KFG og var þetta leikur um 3. sæti deildarinnar. Bæðið liðin hafa farið vel af stað í deildinni og mátti búast við hörku leik. Liðið mættust í deildinni síðasta sumar og vann Dalvík útileikinn og KFG vann á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir styrkti sig töluvert fyrir mótið með nokkrum leikmönnum.

Markalaust var í hálfleik en á 59. mínútu fær Dalvík/Reynir vítaspyrnu sem Snorri Eldjárn skorar úr og staðan orðin 1-0. Á sömu mínútu er þjálfara KFG gefið rautt spjald fyrir mótmæli.  Á 70. mínútu fær Þröstur Jónasson leikmaður Dalvík/Reynis rautt spjald og léku heimamenn manni færri síðustu 20 mínútur leiksins. Á fyrstu mínútu uppbótartíma skorar Dalvík/Reynir sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir. Markið gerði Þorri Þórisson.

Dalvík/Reynir hefur því sigrað 3 leiki og tapað tveimur eftir fimm umferðir og er í 3. sæti deildarinnar með 9 stig.

Sápuboltamótið í Ólafsfirði í júlí

Sápuboltamótið verður haldið aftur í júlí í Ólafsfirði en mótið var einnig haldið síðasta sumar og sló í gegn. Ákveðið hefur verið að halda viðburðinn aftur 21. júlí. Í mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum.  Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi um kvöldið. Aldurstakmark er 18 ár í þetta mót. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebook.

Leikreglur eru eftirfarandi: 
– Þú hittir inn í markið þú skorar
– 4 inn á í einu.
– 2×5 mín
– Refsingar eru í formi áfengra drykkja
– Frjálsar skiptingar
– Dómari ákveður refsingar og refsiverð brot

KF neðstir í 3. deild eftir 5 umferðir – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

KF mætti Vængjum Júpiters á gervigrasi Fjölnis í dag. KF hefur verið að færast niður töfluna eftir aðeins einn sigur í fyrstu umferðunum og leikurinn því mikilvægur. Vængir Júpiters voru án sigurs og ætluðu að selja sig dýrt á sínum heimavelli í dag.  Það var ágætis veður í dag í Reykjavík, hitinn rétt undir 12 gráðum og um 5 m/s vindur ásamt skúrum á köflum. KF-menn töluðu um slæmt að veður í síðasta leik hefði haft áhrif á leik liðsins en það var ekki hægt að tala um það eftir þennan leik.

Nokkrar  breytingar voru á byrjunarliði KF frá síðasta leik, Hákon Leó var kominn inn, Halldór Logi og Friðrik Örn einnig. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu mark á upphafsmínútum leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af síðari hálfleik skoruðu Vængir Júpiters sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar skammt var eftir. Heimamenn héldu út og KF tókst ekki að skora í dag.

KF eru nú komnir í 10. sæti deildarinnar eftir 5 umferðir, einn sigur og 4 töp. Ekki alveg byrjunin sem lagt var upp með, en svona er þetta stundum að mörkin skila sér ekki þrátt fyrir ágæta spilamennsku. KF hefur aðeins skorað 2 mörk í 5 leikjum en fengið á sig 8. Þetta er svipað vandamál og síðasta sumar en þá vantaði liðinu stöðugan markaskorara og liðið fékk of mörg mörk á sig, en átti þó ágætan séns á efstu sætunum framan af móti.

Miðvikudagsmótaröð Golfklúbbs Fjallabyggðar hafin

Miðvikudagsmótaröð GFB hófst þann 6. júní síðastliðinn. Mótið verður alls 12 umferðir og telja bestu 5 umferðirnar. 17 stig eru gefin fyrir 1. sæti, 14. stig fyrir 2. sæti, 12 stig fyrir 3. sæti, 10 stig fyrir 4 sætið og svo koll af kolli. Keppt er á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og er fyrirkomulagið punktakeppni og leiknar eru 9 holur.

Á þessu fyrsta móti voru 12 skráðir til leiks og í fyrsta sæti í opnum flokki var Hannes Þór Sæmundsson, í 2. sæti var Björg Traustadóttir og í 3. sæti var Dagný Finnsdóttir. Í áskorendaflokki var Jóhann Júlíus Jóhannsson í 1. sæti, Anna Þórisdóttir var í 2. sæti og Friðrik Eggertsson í 3. sæti.

 

Sigló golf opnar á mánudaginn

Nýi golfvöllurinn á Siglufirði hefur fengið nafnið Sigló golf. Völlurinn opnar mánudaginn 11. júní og er hægt að bóka rástíma á golf.is eða hjá Sigló Hótel í síma 461-7730. Formleg opnun vallarins verður þó ekki fyrr en nýr golfskáli verður tilbúinn sem verður um miðjan júlí ef allar áætlanir standast. Völlurinn hefur verið í uppbyggingu síðustu árin en loksins sér fyrir endan á þessum frábæru framkvæmdum.

Ljósmyndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon.

Sækist ekki eftir endurkjöri sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

Ólafur Rúnar, sem er lögmaður, tók við stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar á miðju síðasta kjörtímabili. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér aftur að lögmannsstörfum. Ólafur Rúnar mun gegna stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar til 30. júní næstkomandi en sveitarfélagið mun þó áfram njóta liðsinnis hans í afmörkuðum verkefnum fram á haustið samkvæmt samkomulagi. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar að finna nýjan sveitarstjóra.

KF leikur á Fjölnisvelli – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsækir Vængi Júpiters laugardaginn 9. júní. Leikurinn fer fram á gervigrasi Fjölnis í Reykjavík kl. 14:00. Þetta er fimmti leikur liðanna á Íslandsmótinu í sumar, en hvorugu liðinu hefur tekist að sýna sitt rétta andlit, og ekki náð í þau úrslit sem lagt var upp með í byrjun móts. KF hefur aðeins unnið einn leik og tapað þremur og Vængir Júpiters hafa ekki unnið leik ennþá, en gert eitt jafntefli og tapað þremur. Segja má að liðið sé þó búið að vera mæta sterkum liðum í fyrstu umferðum mótsins. Liðin mættust í þriðju deildinni á síðasta ári og voru þar miklir markaleikir.  KF sigraði þá heimaleikinn 5-0 og Vængir Júpiters sigruðu sinn heimaleik 5-3. Ljóst er að bæði lið þurfa sigur í þessum leik til að komast frá botni deildarinnar, og má búast við fjörugum leik.

Samsýning listamanna í Segli 67 í júlí

Fjöldi listamanna mun sýna verk sín á sýningunni Afskekkt í Bruggverksmiðjunni Segli 67 á Siglufirði dagana 4.-8. júlí. Sömu helgi verður Norræn strandmenningarhátíð og Þjóðlagahátíðin haldin á Siglufirði. Um er að ræða samstarf Alþýðuhússins og Seguls 67. Sýningarstjóri er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Listamenn eru:
Örlygur Kristfinnsson, Brynja Baldursdóttir, Helena Hansdóttir Aspelund, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Bergþór Morthens, Kristján Friðriksson, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Brák Jónsdóttir,  J Pasila, Arnar Ómarsson,  Ólöf Helga Helgadóttir,  Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Eva Sigurðardóttir,  Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Guðrún Þórisdóttir,  Bára Kristín Skúladóttir.

Ætlað samþykki fyrir líffæragjöf leitt í lög

Með breytingu á lögum um brottnám líffæra verður framvegis miðað við ætlað samþykki látins einstaklings fyrir líffæragjöf nema annað liggi fyrir. Lagabreyting þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi þann 6. júní síðastliðinn.

Í samhljóða nefndaráliti velferðarnefndar kemur fram að til grundvallar frumvarpinu liggi sú afstaða að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Þess vegna sé eðlilegra að löggjöfin endurspegli viðhorf um „ætlað samþykki“ fremur en „ætlaða neitun“ vegna líffæragjafar. Í nefndarálitinu kemur fram að staðinn sé vörður um sjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama þar sem óheimilt verður að nema brott líffæri eða lífræn efni ef hinn látni hefur áður lýst sig andvígan því, eða ef brottnám sé af öðrum ástæðum talið brjóta í bága við vilja viðkomandi.

Andstaða nákomins aðstandanda við brottnámi líffæra verður virt samkvæmt lögunum þótt fyrir liggi vilji hins látna til að gefa líffæri. Nokkrir umsagnaraðilar gagnrýndu þetta og töldu það ganga gegn rétti einstaklinga til að ráða yfir eigin líkama. Í áliti velferðarnefndar segir að í framkvæmd sé í flestum tilvikum farið að vilja aðstandenda enda erfitt að ganga gegn óskum þeirra. Nefndin taldi því ekki efni til fella þetta ákvæði brott.

Markmiðið að fjölga líffæragjöfum

Alþingi hefur ítrekað fjallað um nauðsyn þess að leita leiða til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum. Frumvarp um ætlað samþykki hefur áður verið lagt fram á Alþingi, tillögur til þingsályktunar hvað þetta varðar hafa einnig komið til kasta þingsins og í maí 2015 skilaði þáverandi heilbrigðisráðherra skýrslu til þingsins þar sem fjallað var um hvernig megi fjölga líffæragjöfum látinna. Lagabreytingin sem nú hefur verið gerð er aðeins einn liður í því að fjölga líffæragjöfum. Líkt og fram kemur í skýrslu heilbrigðisráðherra til Alþingis þarf fleira að koma til. Einkum þarf að efla fræðslu og upplýsingagjöf til almennings, sinna fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái skipulagða og reglubundna þjálfun um líffæragjöf.

Unnt að skrá vilja sinn í gagnagrunn hjá Embætti landlæknis

Embætti landlæknis er með gagnagrunn þar sem fólk hefur um árabil getað skráð afstöðu sína til líffæragjafar. Svo verður áfram og vilji fólk lýsa andstöðu sinni til líffæragjafar verður unnt að gera það þar. Einnig verður virt ef fyrir liggur að hinn látni hafi lýst andstöðu sinni með öðrum hætti, t.d. við nánasta vandamann.

Heimild: stjornarrad.is

Auglýst eftir þátttöku í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu um þátttöku í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma. Vinnustaðir um allt land eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 22. júní næstkomandi.

Markmið verkefnisins er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaðar.

Valinn verður einn vaktavinnustaður þar sem vinnustundum verður að jafnaði fækkað úr 40 stundum á viku í 36  án þess að til launaskerðingar komi. Tilraun um styttingu vinnutíma mun standa yfir 9 mánuði, frá 1. september 2018 til 1. júní 2019, á þeim vaktavinnustað er valinn verður til þátttöku.

 

Við mat á umsóknum verða m.a. eftirfarandi viðmið höfð til hliðsjónar:

 • Að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri.
 • Að a.m.k. 30% starfsmanna á vinnustaðnum séu í aðildarfélögum BSRB.
 • Að meirihluti starfsmanna sé í 70 – 100% starfshlutfalli.

Í umsóknum skulu koma fram hugmyndir um hvernig útfæra megi styttingu vinnutíma á viðkomandi vaktavinnustað. Einnig þarf að koma fram hvernig megi meta áhrif styttingu vinnutíma á vellíðan starfsfólks, starfsanda og þá þjónustu sem vinnustaðurinn veitir með tilliti til gæða og hagkvæmni.

Þátttaka stærri vinnustaða getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins að teknu tilliti til ofangreindra viðmiða.

Starfshópur um tilraunaverkefnið er skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og BSRB. Hlutverk hópsins er m.a. að velja vinnustaði til þátttöku í tilraunaverkefninu og meta árangur þess. Starfsmaður verkefnisins er Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu. Nánari upplýsingar fást hjá henni í síma 545-8100. Umsóknum skal skilað á netfangið postur@vel.is merkt tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma – vaktavinnustaður.

Frumvarp um einkarétt á póstþjónustu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu sem m.a. fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuráðsins nr. 6/2008 um afnám einkaréttar á póstþjónustu. Umsagnarfrestur er til og með 21. júní nk.

Með frumvarpinu er m.a. lagt til að einkaréttur ríkisins á póstþjónustu, þ.e. bréfum undir 50 g, verði afnuminn og gerð grein fyrir inntaki alþjónustu. Sú leið sem lögð er til í frumvarpinu við að tryggja öllum landsmönnum lágmarkspóstþjónustu á hverjum tíma, svokölluð alþjónusta, miðar að því að póst­þjónusta verði veitt á markaðslegum forsendum. Reynist það ekki kleift verði alþjónustan eigi að síður tryggð með þjónustusamningi, útboðsleið eða með því að útnefna alþjónustuveit­anda.

Ísland hefur fyrir tilstilli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið innleitt tilskipanir og reglugerðir Evrópusam­bandsins er varða póstþjónustu frá árinu 1997 og 2002, fyrst á árinu 1998 og síðan á árunum 2003 og 2005. Þriðja pósttilskipun Evrópusambandsins, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB, sem nú er innleidd kveður á um afnám einkaréttar og opnun póstmarkaðar.

Umsagnir er unnt að senda í gegnum samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið srn@srn.is.

Heimild: stjornarrad.is

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð verður haldin í Grímsey dagana 21.-24. júní 2018.. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá 2018

Fimmtudagur 21. júní
Kl. 12-14: Markaður á höfninni (á ferjutíma)
Kl. 18-20: Tapaskvöld á Kríunni – borðapantanir í síma 898 2058 og 467 3112
Kl. 20: Tónleikar á Veitingastaðnum Kríunni
Kl. 22: Sigling í kringum eyjuna
Kl. 24: Táknið “Orbis et Globus”, athöfn á nýrri staðsetningu heimskautsbaugsins
Kl. 00.30: Sólstöður á Fætinum, ganga á norðurenda Grímseyjar og notið sólseturs, lifandi tónlist

Föstudagur 22. júní
Kl. 12-17: Markaður
Kl. 16: Dorgveiðikeppni fyrir börnin
Kl. 19: Sjávarréttarkvöld Kvenfélagsins Baugs
Kl. 21: Fjölskyldudansleikur

Laugardagur 23. júní
Kl. 11: Skemmtiskokk
Kl. 11: Ganga með leiðsögn
Kl. 14: Ratleikur
Kl. 16: Fjöruferð og Steinamálun – Grilla pylsur
Kl. 20: Árshátíð Kiwanis
Kl. 24: Dansleikur – jónsmessunótt

Sunnudagur 24. júní
Kl. 12-16: Markaður
Kl. 12: Hamborgaratilboð á Kríunni fyrir gesti sólstöðuhátíðar
Kl. 21: Söngur og varðeldur

Sundlaugin opin 13-16 alla dagana

Frítt er á alla viðburði nema sjávarréttakvöldið og árshátíðina Ath. 16 ára aldurstakmark á árshátíð.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Dalvíkurbyggð 20 ára í dag

Í dag, fimmtudaginn 7. júní, eru 20 ár liðin frá því að Dalvíkurbyggð varð til sem eitt sveitarfélag en þann dag árið 1998 sameinuðust Dalvík, Árskógshreppur og Svarfaðardalshreppur í eitt sveitarfélag.

Fyrsti sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags var Rögnvaldur Friðbjörnsson (1998-2001). Á eftir honum komu þau Guðrún Pálína Jóhannsdóttir (2002), Valdimar Bragason (2002-2006), Svanfríður Jónasdóttir (2006-2014) og Bjarni Th. Bjarnason (2014-2018).

Fyrstu sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags skipuðu þau: Katrín Sigurjónsdóttir, Kristján Ólafsson, Sveinn Elías Jónsson og Gunnhildur Gylfadóttir fyrir B-lista, Kristján Hjartarson og Ingileif Ástvaldsdóttir fyrir S-lista og Svanhildur Árnadóttir, Kristján Snorrason og Jónas M. Pétursson fyrir D-lista.

Á þessum 20 árum hefur ýmislegt áunnist, meðal annars má nefna stækkun og viðbyggingu Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og leikskólans Krílakots. Byggingu á íþróttahúsi á Dalvík, stækkun á dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur þar sem að Árskógsströnd og stærstur hluti Svarfaðardals hefur verið tengdur veitunni, framkvæmdir við fráveitu þar sem útræsi hafa verið sameinuð þannig að eitt útræsi er á Dalvík og Hauganesi og tvö á Árskógssandi og hafnarframkvæmdir í öllum höfnum sveitarfélagsins. Þá hefur móttaka afla hjá hafnasjóði Dalvíkurbyggðar farið yfir 20.000 tonn í lok tímabilsins sem er stór áfangi. Skammtímavistun fyrir fatlað fólk hefur verið komið upp á Dalvík og fyrir dyrum stendur bygging íbúða fyrir fatlað fólk. Unnin hefur verið metnaðarfull stefnumótun hjá sveitarfélaginu svo sem mannréttindastefna, skólastefna, lýðræðisstefna, menningarstefna og fleira og fleira að ógleymdu aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Íbúafjöldi í sveitarfélaginu 1. desember 1998 var samtals 2064 en er í dag 7. júní 2018 samtals 1908 og hefur íbúum sveitarfélagsins því fækkað um 7,5%. Þess má þó geta að árið 2018 fjölgar íbúum um 77 manns á milli ára.

Sameiningarferlið

Tilurð sameiningarinnar voru þau að í apríl 1995 er haldinn sameiginlegur fundur sveitarstjórnarmanna frá Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðardalshreppi, Árskógshreppi og Hrísey þar sem meðal annars er rætt um samstarf þessara sveitarfélaga. Seinna sama ár samþykkir bæjarstjórn Dalvíkur að fela bæjarstjóra sínum að leita eftir því að skipuð verði sameiginleg nefnd þessara sveitarfélaga sem fari yfir og meti möguleika á frekara samstarfi og/eða sameiningu þeirra. Niðurstaða þeirra umleitana er sú að í ágúst 1996 er skipuð sameiginleg nefnd allra þessara sveitarstjórna, auk Siglufjarðarkaupstaðar. Nefndin fékk fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf ehf. í Reykjavík til að athuga hagkvæmni sameiningar eða samstarfs þessara sveitarfélaga. Leggur fyrirtækið til sameiningar í áföngum, fyrst Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd, síðan Hrísey, þá Ólafsfjörð og að lokum Siglufjörð. Tekur þó fram að sameining við Siglufjörð miðist við að samgöngur verði bættar með jarðgöngum. Með þeim fyrirvara dettur Siglufjarðarkaupstaður út úr umræðum um sameiningu og eftir standa Dalvík, Svarfaðardalshreppur, Árskógshreppur, Hrísey og Ólafsfjörður.

Viðræður halda áfram en í janúar 1997 er ljóst að Ólafsfirðingar draga sig út úr sameiningarviðræðunum. Í framhaldi af því ákveða hin sveitarfélögin fjögur að halda viðræðum áfram og vonast til að sjá nýtt sveitarfélag í apríl/maí sama ár.

29. október 1997 er haldinn fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnanna þriggja eftir að Hríseyingar sögðu sig frá,  sameiningin var samþykkt og var fundarefnið aðallega fyrirliggjandi samvinnuferli og hvaða verkefni eigi að vera í forgangi. Samþykkt er að stofna sérstaka framkvæmdanefnd til að undirbúa og fylgja eftir verkefnum. Þann 7. júní 1998 er svo gildistaka sameiningarinnar endanlega staðfest af ráðuneyti og telst það því vera afmælisdagur sveitarfélagsins.

Texti: dalvik.is

Stólalyftan í Hlíðarfjalli opin í sumar

Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst 2018.  Lyftan verður í gangi frá kl. 10 til 17 þessa daga og kostar farið 1.000 kr. á mann. Hægt verður að kaupa lyftumiða hjá lyftuverði.

Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Fyrir þá sem eingöngu vilja taka lyftuna fram og til baka og njóta hins glæsilega útsýnis sem Strýtuskálinn býður upp á þá gildir lyftumiðinn einnig fyrir ferðina til baka með lyftunni. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna.

Knattspyrnuskóli KF að hefjast

Knattspyrnuskóli KF mun verða aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem í ár verður megináhersla lögð á knattspyrnu en aðrar íþróttir og leikir verða einnig á námskeiðinu. Í grunninn mun skólinn vera þannig að hann hefst kl. 13:00 alla virka daga vikunnar og lýkur kl. 15:45 (leiðbeinendur munu þó vera til kl 16:00 eða uns börn eru sótt).

Skólinn er tvískiptur, knattspyrnuæfingar verða fyrri hluta dagsins, þ.e. frá kl. 13:00-14:30, en eftir það verða leikir og ýmislegt annað skemmtilegt. Lögð er áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar knattspyrnuæfingar.

Skólinn byrjar mánudaginn 11. júní og lýkur fimmtudaginn 10. ágúst. Knattspyrnuæfingar verða áfram í ágúst og verður það auglýst þegar nær dregur.

Umsjónarmaður íþrótta- og knattspyrnuskólans er Halldór Ingvar Guðmundsson, ásamt aðstoðarfólki. Skólinn er á Siglufirði á mánudögum og miðvikudögum en á Ólafsfirði á þriðjudögum og fimmtudögum. Föstudagar eru til skiptis (Siglufirði 15.júní, 29.Júni, 13.júlí,  27.Júlí, 10ágúst, en Ólafsfirði 22.júní 6.Júli ,20.júlí, 3. ágúst). Mæting er að Hóli á Siglufirði en við Vallarhúsið á Ólafsfirði nema annað sé tekið fram. Rútu planið er neðst en í rútunni er ávallt starfsmaður úr skólanum eða frá félaginu.

Börn fædd 2014 eru velkomin í skólann en sérstök athygli er vakin á því að börn í þessum árgangi geta eingöngu sótt skólann í sínum byggðarkjarna. Félaginu þykir ekki tímabært að svo ungir iðkendur fari í rútu á milli byggðarkjarnanna.

Facebooksíða skólans er: Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF 2018

Upplýsingar um skipulag vikunnar munu verða settar inn á síðuna ásamt öðrum upplýsingum en skipulagið er m.a. unnið út frá veður spá og þannig vita foreldrar hvað krakkarnir eru að fara að gera og hvernig fatnað eða annað sem þau þurfa að hafa með sér.

KF vill ítreka að foreldrar þurfa að senda krakkana með hollt og gott nesti.

Verðskrá (2014 árgangurinn greiðir hálft gjald):

 • Allt sumarið (8vikur): 30.000.-
 • Vikugjald: 5.000.-

Skráning er á kf@kfbolti.is þar sem koma þarf fram; hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn, netfang og GSM foreldra og nafn og kennitala barns. Einnig aðrar upplýsingar sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um. Félagið býður upp á að sækja leikskólabörn í leikskólana á meðan þeir eru starfandi. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband í síma 868-3392 (Halldór Ingvar)

 

Rútuferðir

Siglufjörður

Mánudagur, miðvikudagur og föstudagur (15. júní, 29. Júni, 13. júlí, 27.Júlí og 10. ágúst )

12:45 Frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði til Hóls

15:45 Frá Hóli til Vallarhúsins á Ólafsfirði

 

Ólafsfjörður

Þriðjudagur, fimmtudagur og föstudagur( 22.júní, 6.Júli, 20.Júlí og 3. ágúst))

12:45 Frá Neðraskólahús á Siglufirði til Vallarhúsins á Ólafsfirði

15:45 Frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði til Neðraskólahúss á Siglufirði

Bæjar- og menningarvefur