Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt að efna til forvals fyrir alþingiskosningarnar 2013. Kosið verður póstkosningu í 6 efstu sætin þann 10. desember n.k. Framboðsfrestur rennur út 19. nóvember og skal tilkynna framboð til kjörstjórnar á netfangið forvalna2012@gmail.com.

 

Kjörstjórn hvetur sem flesta félagsmenn til að gefa kost á sér í forvalið.

Texti: Aðsent.