Til stóð að opna skíðasvæðið í Tindastóli við Sauðárkrók í dag, en hætt hefur verið við það vegna hlýinda.  Snjórinn er orðinn mjög blautur svo opnun verður frestað um einhverja daga. Góður grunnur af snjó er þegar kominn á svæðið.