Leikfélag Framhaldsskólans á Norðurlandi vestra, Sauðárkróki hefur frumsýnt söngleikinn Saga Donnu Sheridan – Mamma mía, og verða sýningar næstu daga.
Þarna er um nýja leikgerð að ræða, sem byggð er á tónlist ABBA, á handriti Catherine Johnson og þýðingu Þórarins Eldjárn.
Um nýja söngtexta og senur er að ræða í líflegri, fallegri og fjörugri uppsetningu byggð á þekktu verki. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Guðjónsson sem einnig gerir leikgerð með aðstoð Jokku Birnudóttur.

Danshöfundur er Ragndís Hilmarsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Bergljót Ásta Pétursdóttir. Sæþór Már Hinriksson hefur haft yfirumsjón með raddsetningum. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni.

Leikélag FNV býður því upp á metnaðarfulla, sjóðheita og sumarlega sýningu í Bifröst Sauðárkróki og verða sýningar sem hér segir.

Laugardagur 23.nóvember kl. 20:00
Laugardagur 23.nóvember kl. 00:00 – Miðnætursýning)
Sunnudagur 24.nóvember kl. 16:00
Sunnudagur 24.nóvember kl. 20:00
Þriðjudagur 26.nóvember kl. 20:00
Miðvikudagur 27.nóvember kl. 20:00
Miðasala er í síma 455 8070 frá 15-17 virka daga og 11-14 um helgar.

Saga Donnu Sheridan – Mamma mía
Leikfélag FNV.