Minningarmót Golfklúbbs Fjallabyggðar fór fram mánudaginn 5. ágúst á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni og var ræst út af öllum teigum. Alls tóku 45 kylfingar þátt í mótinu og komu þeir frá fjölmörgum klúbbum. Tæplega 9 stiga hiti var á meðan á mótinu stóð og hægur vindur.
Veitt voru verðlaun í karla- og kvennaflokki og fyrir besta skor í höggleik. Nándarverðlaun voru veitt á 8/17 braut.
Kaffihlaðborð var að loknu móti.
Úrslit í karlaflokki:
- sæti Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GFB, 41 punktur
- sæti Friðrik Hermann Eggertsson, GFB, 40 punktar
- sæti Haukur Hilmarsson, GR, 36 punktar
Úrslit í kvennaflokki: