Skíðafélag Ólafsfjarðar er með metnaðarfulla dagskrá í Tindaöxl næstu daga í vetrarfríinu. Fimmtudaginn 26. febrúar verður JVB mót í svigi og Cup mót í skíðagöngu. Kvöldopnun verður fimmtudag og föstudag fyrir 16 ára og eldri. Ólafsfjarðarmót í stórsvigi verður haldið á laugardag og spor fyrir gönguskíði verður tilbúið alla dagana.