Forstöðumaður í Fjallabyggð hætti við að hætta

Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir hefur dregið uppsögn sína til baka og hefur hætt við að hætta. Fjallabyggð auglýsti starfið á dögunum og sóttu fjórir um en aðeins einn hafði menntun og reynslu í starfið. Sá aðili dróg síðar umsóknina til baka.