Forsala vetrarkorts í Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er hafin og stendur til 8. desember.  Fullorðinskort kosta kr 21.000.- í stað 26.000.- börn 11-17 ára kr 9.000.- í stað 11.000.- og framhalds/háskólanemar kr 13.000.- í stað 16.000.-, frítt er fyrir 10 ára og yngri (1-4 bekkur), eingöngu að kaupa plastkort ef þarf. Kortin eru til sölu í Aðalbakaríinu á Siglufirði og einnig er hægt að kaupa með því að leggja inn á reikning 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun í tölvupóst á skard@simnet.is.

Tryggið ykkur kort á góða verðinu.