Fór holu í höggi á Siglufirði

Kylfingurinn Þröstur Ingólfsson úr Golfklúbbi Siglufjarðar fór holu í höggi á 9. braut á Hólsvelli á Siglufirði í vikunni.  Brautin er par-3 og 82 metrar á lengd. Þröstur er með 18,6 í forgjöf.