Víða mátti sjá fólk njóta útiverunnar í Fjallabyggð á skírdag og föstudaginn langa. Á Siglufirði voru fjölskyldur á gönguskíðum, sleðum og snjóþotum og í Ólafsfirði voru brettin og snjósleðarnir vinsælir. Fallegt veður hefur verið undanfarna daga í Fjallabyggð og hefur fólk nýtt sér það og farið út í náttúruna.