Flughált er á Siglufjarðarvegi milli Hofsóss og Keltiláss og einnig á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun. Ófært er um Víkurskarð, en opið um Vaðlaheiðargöng. Víða er hálka á aðalvegum á Norðurlandi.