Ferðafólk er að átta sig á því að margt er hægt að skoða á jaðarsvæðum landsins. Þetta segir formaður Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu í viðtali á Rúv.is.

Hvammstangi er miðstöð verslunar- og þjónustu Vestur-Húnavantssýslu. Höfuð atvinnugreinin í sýslunni er landbúnaður, en ferðaþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið, eins og svo víða á landinu. Með tilkomu Selaseturs  Íslands hefur ferðafólki fjölgað umtalsvert, enda eru fræg sellátur skammt frá, á Vatnsnesi. Heimafólk vill fá sem flesta ferðamenn, og að þeir staldri við lengur en einn sólarhring. Þessi smáhýsi er verið að setja upp á tjaldsvæðinu á Hvammstanga.

„Menn hafa verið að byggja hótel og stækka við sig, þannig að það er mikil uppbygging,” segir Kristinn Karlsson, formaður ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu.

Og hann er sannfærður um að uppbyggingin skili sér í framtíðinni. „Já, vissulega. Húnaþing vestra er kannski jaðarsvæði og ég held að menn séu að átta sig á því að það er allt í lagi að fara og skoða jaðarsvæðin líka, það er það mikið að skoða.”

Sjá upptöku og frétt á Rúv.is hér.

Texti: Rúv.is